Viðskipti innlent

Framtíð Lækjarbrekku óljós eftir lokun

Andri Eysteinsson skrifar
Lækjarbrekku hefur verið lokað. Mögulega til frambúðar.
Lækjarbrekku hefur verið lokað. Mögulega til frambúðar. Skjáskot/Lækjarbrekka

Veitingastaðnum Lækjarbrekku á Bankastræti hefur verið lokað. Eigendur staðarins greina frá því á vefsíðu Lækjarbrekku að vonast sé til þess að lokunin sé einungis tímabundin. Það verði þó að koma í ljós.

Faraldur kórónuveirunnar með meðfylgjandi samkomubanni hefur sett afkomu fjölmargra fyrirtækja í óvissu. Lækjarbrekka hafði gert ráðstafanir vegna faraldursins og hafði viðskiptavinum verið boðinn afsláttur af mat ef hann yrði sóttur.

Í yfirlýsingunni á vef Lækjarbrekku segir „Okkur finnst það sorglegt, erfitt og leiðinlegt að þurfa að grípa til þess [að loka] og langaði að þrauka yfir þessa undarlegu tíma.“

Lækjarbrekka hefur verið til húsa að Bankastræti 2 í yfir tuttugu ár en við hlið staðarins er Humarhúsið sem er í eigu sömu eigenda.

Þó ekki sé komið á hreint hver endanleg afdrif veitingastaðarins Lækjarbrekku verða þakka eigendur staðarins viðskiptavinum og starfsfólki fyrir samstöðuvilja og velvild í sinn garð í gegnum árin.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×