Þrír framkvæmdastjórar ráðnir hjá 365 Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. júlí 2014 14:09 Frá vinstri: Sigrún L. Sigurjónsdóttir, Gunnar Ingvi Þórisson og Jóhanna Margrét Gísladóttir. Þrír starfsmenn 365 voru í dag ráðnir sem framkvæmdastjórar hjá fyrirtækinu. Gunnar Ingvi Þórisson verður framkvæmdastjóri fjarskipta- og tæknisviðs, Jóhanna Margrét Gísladóttir verður framkvæmdastjóri sjónvarpssviðs og Sigrún L. Sigurjónsdóttir verður framkvæmdastjóri fjármálasviðs. Öll hafa þau starfað hjá 365 um lengri eða skemmri tíma. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. „Ég er mjög ánægður með þessa niðurstöðu og sérstaklega vegna þess að með þessum ráðningum fjölgar konum enn í hópi stjórnenda hjá 365,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri 365. Hann segir að nú sé í raun bara verið að ráða í lausar stöður. Framundan sé skemmtilegur tími stefnumörkunar og skipulagsvinnu hjá félaginu. Henni eigi að ljúka í september. Gunnar Ingvi Þórisson hefur víðtæka reynslu af rekstri upplýsingatæknikerfa. Hann var einn af aðaleigendum Sensa ehf., sat í stjórn félagsins frá 2002 til 2007 og starfsmaður hjá Sensa til loka árs 2012. Á þeim tíma vann hann við ráðgjöf og þjónustu fyrir mörg af stærri fyrirtækjum á Íslandi, þar á meðal flest fjarskiptafyrirtæki landsins. Gunnar er með mikla reynslu í öryggismálum og tækni sem snýr að internetveitum og gagnaverum (Data Center). Gunnar vann á kjarnasviði Tæknivals frá 1997 til 2002, þar áður í forritaþróun hjá Hug 1995-1997. Gunnar er kvæntur Lindu Björk Bjarnadóttur og á með henni þrjú börn. Jóhanna Margrét Gísladóttir útskrifaðist með meistaragráðu í rekstrarverkfræði frá Duke háskóla í Bandaríkjunum í maí síðastliðnum og er einnig með BSc í rekstrarverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Undanfarið hefur Jóhanna gegnt starfi rekstrarstjóra sjónvarpssviðs 365 en hún starfaði áður sem fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2 og verkefnastjóri á framleiðsludeild. Auk þess hefur Jóhanna unnið hjá Arion Banka og Straumi. Jóhanna er trúlofuð Ólafi Sigurgeirssyni meistaranema í heilbrigðisverkfræði. Sigrún L. Sigurjónsdóttir er viðskiptafræðingur að mennt og útskrifaðist með MBA-póf frá Háskólanum í Reykjavík 2009. Sigrún hefur starfað hjá 365 frá ársbyrjun 2004, byrjaði sem rekstrarstjóri hjá Frétt ehf. og forstöðumaður innheimtusviðs hjá 365 hf. (áður Dagsbrún). Hún var forstöðumaður fjárstýringar og greiðsluþjónustu hjá 365 og svo fjármálastjóri þar til um liðin áramót er hún tók við sölu- og þjónustusviði áskrifta hjá félaginu. Hún mun stýra því jafnhliða fjármálasviðinu enn um sinn. Sigrún er í sambúð með Valtý Birni Valtýssyni og á eitt barn. Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Þrír starfsmenn 365 voru í dag ráðnir sem framkvæmdastjórar hjá fyrirtækinu. Gunnar Ingvi Þórisson verður framkvæmdastjóri fjarskipta- og tæknisviðs, Jóhanna Margrét Gísladóttir verður framkvæmdastjóri sjónvarpssviðs og Sigrún L. Sigurjónsdóttir verður framkvæmdastjóri fjármálasviðs. Öll hafa þau starfað hjá 365 um lengri eða skemmri tíma. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. „Ég er mjög ánægður með þessa niðurstöðu og sérstaklega vegna þess að með þessum ráðningum fjölgar konum enn í hópi stjórnenda hjá 365,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri 365. Hann segir að nú sé í raun bara verið að ráða í lausar stöður. Framundan sé skemmtilegur tími stefnumörkunar og skipulagsvinnu hjá félaginu. Henni eigi að ljúka í september. Gunnar Ingvi Þórisson hefur víðtæka reynslu af rekstri upplýsingatæknikerfa. Hann var einn af aðaleigendum Sensa ehf., sat í stjórn félagsins frá 2002 til 2007 og starfsmaður hjá Sensa til loka árs 2012. Á þeim tíma vann hann við ráðgjöf og þjónustu fyrir mörg af stærri fyrirtækjum á Íslandi, þar á meðal flest fjarskiptafyrirtæki landsins. Gunnar er með mikla reynslu í öryggismálum og tækni sem snýr að internetveitum og gagnaverum (Data Center). Gunnar vann á kjarnasviði Tæknivals frá 1997 til 2002, þar áður í forritaþróun hjá Hug 1995-1997. Gunnar er kvæntur Lindu Björk Bjarnadóttur og á með henni þrjú börn. Jóhanna Margrét Gísladóttir útskrifaðist með meistaragráðu í rekstrarverkfræði frá Duke háskóla í Bandaríkjunum í maí síðastliðnum og er einnig með BSc í rekstrarverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Undanfarið hefur Jóhanna gegnt starfi rekstrarstjóra sjónvarpssviðs 365 en hún starfaði áður sem fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2 og verkefnastjóri á framleiðsludeild. Auk þess hefur Jóhanna unnið hjá Arion Banka og Straumi. Jóhanna er trúlofuð Ólafi Sigurgeirssyni meistaranema í heilbrigðisverkfræði. Sigrún L. Sigurjónsdóttir er viðskiptafræðingur að mennt og útskrifaðist með MBA-póf frá Háskólanum í Reykjavík 2009. Sigrún hefur starfað hjá 365 frá ársbyrjun 2004, byrjaði sem rekstrarstjóri hjá Frétt ehf. og forstöðumaður innheimtusviðs hjá 365 hf. (áður Dagsbrún). Hún var forstöðumaður fjárstýringar og greiðsluþjónustu hjá 365 og svo fjármálastjóri þar til um liðin áramót er hún tók við sölu- og þjónustusviði áskrifta hjá félaginu. Hún mun stýra því jafnhliða fjármálasviðinu enn um sinn. Sigrún er í sambúð með Valtý Birni Valtýssyni og á eitt barn.
Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun