Fyrirtækið Internetið ehf fór á hausinn í október í fyrra og lauk skiptum úr þrotabúi um miðjan júlí. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu.
Þar segir að engar eignir hafi fundist í þrotabúi fyrirtækisins „og því var skiptum í því lokið 15. júlí 2014 samkvæmt 155. gr. laga nr. 21/1991 án þess að greiðsla fengist upp í lýstar kröfur, auk áfallinna vaxta og kostnaðar eftir úrskurðardag gjaldþrotaskipta.“
Þar kemur einnig fram að lýstar kröfur í búið hafi verið rúmar 16 milljónir króna.
Á vef Ríkisskattsstjóra kemur fram að félagið hafi verið úrskurðað gjaldþrota 2. október 2013.
Vefur fyrirtækisins er ennþá uppi en þar kemur fram að fyrirtækið Allra Átta ehf hafi tekið við sem nýr þjónustuaðili viðskiptavina Internetsins.
Internetið fór á hausinn
Kjartan Atli Kjartansson skrifar

Mest lesið


„Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“
Viðskipti innlent

Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna
Viðskipti innlent

Keyra á orkudrykkjamarkaðinn
Viðskipti innlent

Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna
Viðskipti innlent

Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna?
Viðskipti innlent


Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys
Viðskipti innlent

Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar
Viðskipti innlent

Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur
Viðskipti innlent