Fullyrðingar Símans um „stærsta farsímanetið“ voru villandi Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. júlí 2014 15:16 VÍSIR/VILHELM Neytendastofa telur að fullyrðing símafyrirtækisins Símans um „stærsta farsímanet landsins“ brjóti gegn ákvæðum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Tilkynnt var um úrskurðurinn á heimasíðu Neytendastofu í dag.Málavextir voru þeir að símafyrirtækið Vodafone kvartaði til Neytendastofu vegna auglýsingaherferðar Símans sem bar yfirskriftina „Segjum sögur“ en í henni komu fram fullyrðingar um að Síminn væri með stærsta farsímanet landsins. Vodafone taldi að auglýsingarnar væru villandi þar sem engar sönnur hafi verið færðar á fullyrðingunni. Síminn hafnaði því að auglýsingarnar væru villandi eða blekkjandi þar sem farsímanet fyrirtækisins samanstandi af dreifikerfum fyrir GSM (2G net), UTMS (3G net) og LTE (4G net) og því þurfi að líta til heildarinnar sem gerir það að verkum að net Símans sé stærst.Fullyrðingin óskýrNeytendastofa taldi að þar sem í auglýsingunum kæmi ekki fram hvað átt væri við með með stærsta farsímanetinu það er hvort átt væri við stærsta þjónustusvæðið eða stærsta net þjónustukerfa með flestum sendum, væru auglýsingarnar villandi. Bæði stærð þjónustusvæðis og stærð dreifinets, geta haft áhrif á ákvörðun neytenda um viðskipti þar sem hvort tveggja getur haft áhrif á þá þjónustu sem þeir njóta. Því þarf að koma skýrt fram hvað átt sé við með stærð farsímanets það er hvort um sé að ræða stærð þjónustusvæðið eða stærð dreifinets og fjölda senda. „Síminn hf., Ármúla 25, Reykjavík, hefur með birtingu fullyrðingarinnar „Segjum sögur á stærsta farsímaneti landsins“ án þess að fram komi skýringar á því hvað felist í stærsta farsímanetinu, brotið gegn ákvæðum 5. gr., 1. mgr. 8. gr. og 2. mgr. 9. gr. laga nr. 57/2005, um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Með vísan til 2. mgr. 21. gr. laga nr. 57/2005, um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu, er Símanum hf. bannað að viðhafa ofangreinda viðskiptahætti,“ segir í ákvörðunarorði Neytendastofu.Uppfært kl. 16:45Síminn telur að túlkun Neytendastofu sé í meira lagi vafasöm og mun vísa málinu til Áfrýjunarnefndar neytendamála. Þetta kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þar segir einnig: Neytendastofa segir orðrétt: „Þar sem Síminn hefur lagt fram gögn til staðfestingar að félagið hafði yfirburði yfir keppinauta í stærð dreifinets og fjölda senda þegar auglýsingin var birt telur Neytendastofa fullyrðinguna sannaða." Í sömu ákvörðun er engu að síður komist að þeirri niðurstöðu að fullyrðing Símans um að fyrirtækið sé með stærsta farsímanetið feli í sér „villandi viðskiptahætti". Ástæðan er sú að ekki hafi verið nákvæmlega tilgreint hvað væri átt við með stærsta farsímaneti. Neytendastofa telur mögulegt að skýra það með vísan til útbreiðslu eða stærðar dreifikerfis. Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Sjá meira
Neytendastofa telur að fullyrðing símafyrirtækisins Símans um „stærsta farsímanet landsins“ brjóti gegn ákvæðum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Tilkynnt var um úrskurðurinn á heimasíðu Neytendastofu í dag.Málavextir voru þeir að símafyrirtækið Vodafone kvartaði til Neytendastofu vegna auglýsingaherferðar Símans sem bar yfirskriftina „Segjum sögur“ en í henni komu fram fullyrðingar um að Síminn væri með stærsta farsímanet landsins. Vodafone taldi að auglýsingarnar væru villandi þar sem engar sönnur hafi verið færðar á fullyrðingunni. Síminn hafnaði því að auglýsingarnar væru villandi eða blekkjandi þar sem farsímanet fyrirtækisins samanstandi af dreifikerfum fyrir GSM (2G net), UTMS (3G net) og LTE (4G net) og því þurfi að líta til heildarinnar sem gerir það að verkum að net Símans sé stærst.Fullyrðingin óskýrNeytendastofa taldi að þar sem í auglýsingunum kæmi ekki fram hvað átt væri við með með stærsta farsímanetinu það er hvort átt væri við stærsta þjónustusvæðið eða stærsta net þjónustukerfa með flestum sendum, væru auglýsingarnar villandi. Bæði stærð þjónustusvæðis og stærð dreifinets, geta haft áhrif á ákvörðun neytenda um viðskipti þar sem hvort tveggja getur haft áhrif á þá þjónustu sem þeir njóta. Því þarf að koma skýrt fram hvað átt sé við með stærð farsímanets það er hvort um sé að ræða stærð þjónustusvæðið eða stærð dreifinets og fjölda senda. „Síminn hf., Ármúla 25, Reykjavík, hefur með birtingu fullyrðingarinnar „Segjum sögur á stærsta farsímaneti landsins“ án þess að fram komi skýringar á því hvað felist í stærsta farsímanetinu, brotið gegn ákvæðum 5. gr., 1. mgr. 8. gr. og 2. mgr. 9. gr. laga nr. 57/2005, um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Með vísan til 2. mgr. 21. gr. laga nr. 57/2005, um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu, er Símanum hf. bannað að viðhafa ofangreinda viðskiptahætti,“ segir í ákvörðunarorði Neytendastofu.Uppfært kl. 16:45Síminn telur að túlkun Neytendastofu sé í meira lagi vafasöm og mun vísa málinu til Áfrýjunarnefndar neytendamála. Þetta kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þar segir einnig: Neytendastofa segir orðrétt: „Þar sem Síminn hefur lagt fram gögn til staðfestingar að félagið hafði yfirburði yfir keppinauta í stærð dreifinets og fjölda senda þegar auglýsingin var birt telur Neytendastofa fullyrðinguna sannaða." Í sömu ákvörðun er engu að síður komist að þeirri niðurstöðu að fullyrðing Símans um að fyrirtækið sé með stærsta farsímanetið feli í sér „villandi viðskiptahætti". Ástæðan er sú að ekki hafi verið nákvæmlega tilgreint hvað væri átt við með stærsta farsímaneti. Neytendastofa telur mögulegt að skýra það með vísan til útbreiðslu eða stærðar dreifikerfis.
Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent