Offramleiðsla, förgun og niðurgreiddur útflutningur lambakjöts Þröstur Ólafsson skrifar 2. október 2015 07:00 Einhvern tíma í sumar birti Ríkisútvarpið frétt sem studdist við viðtal við talsmann sauðfjárbænda,þess eðlis að brýn þörf væri á að hækka skilaverð á dilkakjöti til bænda. Ef minni mitt svíkur mig ekki þá var minnst á 12% sem fyrsta árs hækkun, síðan næsta ár o.s.frv. Mér þóttu þetta ekki óvæntar fréttir, því með offramleiðslustefnunni er öll viðmiðun við eftirspurn gerð óvirk. Í grein (Fréttabl. 18. júní sl.) benti ég á að framleiðsla umfram innanlandsneyslu væri um helmingur allrar lambakjötsframleiðslunnar, hinn helmingurinn ýmist fluttur út með ærnum „niðurgreiðslum“, birgðastaðan aukin eða kjötinu einfaldlega fleygt. Á hverju ári er hundruðum tonna af kindakjöti fargað. Það fer á haugana. Það þarf engan snilling til að sjá að slíkt framleiðslukerfi getur aldrei skilað viðunandi verði til bænda. Það vakti einnig athygli mína við þessa frétt að talsmaður sauðfjárbænda vakti upp gamla drauga úr íslenskri verðlagsumræðu, hina skelfilegu milliliði. Lúðvík heitinn Jósefsson útskýrði flest tilbrigði verðbólgunnar með óseðjandi ásókn milliliða í meiri gróða. Talsmaður sauðfjárbænda útskýrði lágt skilaverð til bænda einnig með hárri álagningu milliliðanna, einkum stórmarkaðanna. Hann kenndi sem sagt Finni Árnasyni um lélega afkomu sauðfjárbænda. Hann þekkti greinilega ekki lögmál framboðs og eftirspurnar og áhrif þess á vöruverð. Þó er aðeins ein leið til að raunverulegt markaðsverð lambakjöts hækki. Hún er sú að takmarka framleiðsluna verulega. Setja þarf lambakjötsframleiðsluna í kvóta sem tekur mið af innanlandsneyslu. Ekki efa ég það að Finnur reyni að hámarka hagnað fyrirtækis síns. Hann verður þó að gæta viss hófs í álagningu því hann er ekki einn á markaði.Milliliðakenningin endurvakin Í refsiverðri einfeldni minni hef ég lengi vel viljað trúa því, að framleiðslukerfi búvöruframleiðslunnar væri hannað með hag bænda í huga. Ég var alinn upp við þá hugsun. Offramleiðsla gagnast þó síst bændum. Eins og dæmin sanna er hún mikil ólyfjan í afkomu þeirra. Þeir verða að þiggja það sem að þeim er rétt. Geta sér enga vörn veitt með framleiðslustýringu. Offramleiðslan gæti þó komið sér vel fyrir neytendur, því þeir fá kjötið á tiltölulega lágu verði. Þeir borga það þó allt til baka með ofurniðurgreiðslum innanlands og beingreiðslum sem notaðar eru m.a. til að framleiða kjöt ofan í efnaða útlendinga. Hagnast milliliðirnir hans Finns á offramleiðslunni? Kemur það sér vel fyrir verslunina að selja vöru sem framleidd er langt umfram eftirspurn? Í venjulegu markaðskerfi setur offramleiðsla verslunina í sterkari stöðu gagnvart framleiðendum. Í ríkisvernduðu verðlagskerfi er það ekki svo.Er offramleiðslan fyrir afurðastöðvarnar ? Það verður því að leita lengra til að finna þann sem stýrir því og lifir af því að viðhalda offramleiðslu á lambakjöti. Pólitíkin með sitt yfirgangssama og rangláta kosningakerfi er hér ekki ein að verki en hún er handlangari afurðastöðva landbúnaðarins. Það eru þær sem hagnast fyrst og fremst á offramleiðslunni, þó þær séu sennilega ekkert sérlega öfundsverðar af afkomu sinni. Hitt er ljóst að nokkuð stór hluti tekna þeirra kemur frá geymslu á óseljanlegu lambakjöti og meðhöndlun og sölu kjöts til útlanda. Án þessara liða yrði rekstur afurðastöðvanna eflaust mun erfiðaðri. Þá má geta þess að fyrir utan beingreiðsluféð sem greiðir niður kjötið til útlendinganna þá er ullin stórlega niðurgreidd. Sauðfjárbúskapur er ekki arðvænleg atvinnugrein. Til að svo geti orðið þarf að draga verulega úr framleiðslu lambakjöts og verðleggja það hátt á markaðslegum forsendum. Lambakjötið er löngu hætt að vera aðalfæða landsmanna. Villilambakjöt er miklu nær því að vera sælkerafæði en til framfærslu fátækra. Styrkir til bænda geta verið með allt öðrum og umhverfisvænni hætti. Með aukinni heimavinnslu geta bændur aukið ábata sinn. Það væri vissulega meira gaman að versla hjá Finni ef hann seldi okkur sperðla frá Þverá eða hangikjöt frá Haga. En umfram allt þarf að draga úr framleiðslunni. Það hagnast enginn á því að framleiða, vinna eða selja offramleidda, niðurgreidda vöru. Sovésku leiðtogarnir þekktu heldur ekki lögmál framboðs og eftirspurnar, enda hrundi ríki þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Einhvern tíma í sumar birti Ríkisútvarpið frétt sem studdist við viðtal við talsmann sauðfjárbænda,þess eðlis að brýn þörf væri á að hækka skilaverð á dilkakjöti til bænda. Ef minni mitt svíkur mig ekki þá var minnst á 12% sem fyrsta árs hækkun, síðan næsta ár o.s.frv. Mér þóttu þetta ekki óvæntar fréttir, því með offramleiðslustefnunni er öll viðmiðun við eftirspurn gerð óvirk. Í grein (Fréttabl. 18. júní sl.) benti ég á að framleiðsla umfram innanlandsneyslu væri um helmingur allrar lambakjötsframleiðslunnar, hinn helmingurinn ýmist fluttur út með ærnum „niðurgreiðslum“, birgðastaðan aukin eða kjötinu einfaldlega fleygt. Á hverju ári er hundruðum tonna af kindakjöti fargað. Það fer á haugana. Það þarf engan snilling til að sjá að slíkt framleiðslukerfi getur aldrei skilað viðunandi verði til bænda. Það vakti einnig athygli mína við þessa frétt að talsmaður sauðfjárbænda vakti upp gamla drauga úr íslenskri verðlagsumræðu, hina skelfilegu milliliði. Lúðvík heitinn Jósefsson útskýrði flest tilbrigði verðbólgunnar með óseðjandi ásókn milliliða í meiri gróða. Talsmaður sauðfjárbænda útskýrði lágt skilaverð til bænda einnig með hárri álagningu milliliðanna, einkum stórmarkaðanna. Hann kenndi sem sagt Finni Árnasyni um lélega afkomu sauðfjárbænda. Hann þekkti greinilega ekki lögmál framboðs og eftirspurnar og áhrif þess á vöruverð. Þó er aðeins ein leið til að raunverulegt markaðsverð lambakjöts hækki. Hún er sú að takmarka framleiðsluna verulega. Setja þarf lambakjötsframleiðsluna í kvóta sem tekur mið af innanlandsneyslu. Ekki efa ég það að Finnur reyni að hámarka hagnað fyrirtækis síns. Hann verður þó að gæta viss hófs í álagningu því hann er ekki einn á markaði.Milliliðakenningin endurvakin Í refsiverðri einfeldni minni hef ég lengi vel viljað trúa því, að framleiðslukerfi búvöruframleiðslunnar væri hannað með hag bænda í huga. Ég var alinn upp við þá hugsun. Offramleiðsla gagnast þó síst bændum. Eins og dæmin sanna er hún mikil ólyfjan í afkomu þeirra. Þeir verða að þiggja það sem að þeim er rétt. Geta sér enga vörn veitt með framleiðslustýringu. Offramleiðslan gæti þó komið sér vel fyrir neytendur, því þeir fá kjötið á tiltölulega lágu verði. Þeir borga það þó allt til baka með ofurniðurgreiðslum innanlands og beingreiðslum sem notaðar eru m.a. til að framleiða kjöt ofan í efnaða útlendinga. Hagnast milliliðirnir hans Finns á offramleiðslunni? Kemur það sér vel fyrir verslunina að selja vöru sem framleidd er langt umfram eftirspurn? Í venjulegu markaðskerfi setur offramleiðsla verslunina í sterkari stöðu gagnvart framleiðendum. Í ríkisvernduðu verðlagskerfi er það ekki svo.Er offramleiðslan fyrir afurðastöðvarnar ? Það verður því að leita lengra til að finna þann sem stýrir því og lifir af því að viðhalda offramleiðslu á lambakjöti. Pólitíkin með sitt yfirgangssama og rangláta kosningakerfi er hér ekki ein að verki en hún er handlangari afurðastöðva landbúnaðarins. Það eru þær sem hagnast fyrst og fremst á offramleiðslunni, þó þær séu sennilega ekkert sérlega öfundsverðar af afkomu sinni. Hitt er ljóst að nokkuð stór hluti tekna þeirra kemur frá geymslu á óseljanlegu lambakjöti og meðhöndlun og sölu kjöts til útlanda. Án þessara liða yrði rekstur afurðastöðvanna eflaust mun erfiðaðri. Þá má geta þess að fyrir utan beingreiðsluféð sem greiðir niður kjötið til útlendinganna þá er ullin stórlega niðurgreidd. Sauðfjárbúskapur er ekki arðvænleg atvinnugrein. Til að svo geti orðið þarf að draga verulega úr framleiðslu lambakjöts og verðleggja það hátt á markaðslegum forsendum. Lambakjötið er löngu hætt að vera aðalfæða landsmanna. Villilambakjöt er miklu nær því að vera sælkerafæði en til framfærslu fátækra. Styrkir til bænda geta verið með allt öðrum og umhverfisvænni hætti. Með aukinni heimavinnslu geta bændur aukið ábata sinn. Það væri vissulega meira gaman að versla hjá Finni ef hann seldi okkur sperðla frá Þverá eða hangikjöt frá Haga. En umfram allt þarf að draga úr framleiðslunni. Það hagnast enginn á því að framleiða, vinna eða selja offramleidda, niðurgreidda vöru. Sovésku leiðtogarnir þekktu heldur ekki lögmál framboðs og eftirspurnar, enda hrundi ríki þeirra.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar