Laxaseiðum sleppt án sérstaks eftirlits 30. nóvember 2009 04:15 Seiðasleppingar hafa tíðkast áratugum saman til að hjálpa náttúrulegum stofnum laxánna. Myndin tengist ekki efni fréttarinnar.fréttablaðið/gva Upplýsingum um seiðasleppingar í íslenskar ár hefur ekki verið haldið markvisst saman síðan 1997. Veiðimálastofnun hefur ekki fengið nákvæmar upplýsingar um sleppingarnar þrátt fyrir að eftir því hafi verið leitað. Fiskistofa segir upplýsingaöflun um sleppingarnar í eðlilegum farvegi. Guðni Guðbergsson, sviðsstjóri auðlindasviðs Veiðimálastofnunar (VMST), segir að lengi vel hafi stofnunin fengið mjög góðar upplýsingar um seiðasleppingar. Hins vegar hafi lögum verið breytt árið 1997 og eftir það hafi verkefnið lent á vergangi. Guðni óttast ekki aukna sjúkdómahættu þar sem seiðaeldisstöðvar geti ekki flutt seiði á milli vatnasvæða án tilskilinna leyfa. Eins séu stöðvarnar undir eftirliti dýralækna þegar fiskur er tekinn inn í stöðvarnar og sýni tekin til að greina sjúkdóma. Hann segir að erfðafræðilegi hlutinn sé annað mál. „Ef menn fara að fikta í slíku, og fara með fisk á milli vatnasvæða, þá má fullyrða að slík inngrip eru óæskileg. Það er því fyrst og síðast út frá þeirri hættu sem menn eru að velta því fyrir sér hvort ekki sé rétt að fylgjast betur með sleppingum seiða en nú er gert,“ segir Guðni. Guðni minnist á sleppingar í Rangárnar í þessu sambandi og segir takmarkaða hættu þar á ferðum. Enginn eða lítill laxastofn hafi verið fyrir í ánum þó mjög skiptar skoðanir séu um sleppingar í ár sem eru fyrst og síðast silungsveiðiár. „Hins vegar þarf að fara varlega við að stunda miklar sleppingar þar sem fyrir er náttúrulegur stofn, hvort sem um er að ræða lax eða silung. Eru menn að taka áhættu? Ég held að svarið sé já,“ segir Guðni. Árni Ísaksson, forstöðumaður lax- og silungsveiðisviðs Fiskistofu, segir að seiðasleppingar séu háðar fiskræktunaráætlunum sem veiðifélög gera til fimm ára í senn og upplýsingar um sleppingarnar berist stofnuninni í gegnum ársskýrslur þeirra. „Þeir kaupa þessi seiði dýrum dómum úr eldisstöðvum svo það er auðvelt að finna þessar tölur.“ Hann telur að upplýsingaöflun um seiðasleppingar séu í eðlilegum farvegi en tekur fram að umræðan um að svo sé ekki hafi orðið til þess að stofnunin ætli að ganga lengra. „Ég reikna með því að við leitum til þeirra sem sleppa í árnar og fáum þessar tölur upp á borðið.“ svavar@frettabladid.is Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Upplýsingum um seiðasleppingar í íslenskar ár hefur ekki verið haldið markvisst saman síðan 1997. Veiðimálastofnun hefur ekki fengið nákvæmar upplýsingar um sleppingarnar þrátt fyrir að eftir því hafi verið leitað. Fiskistofa segir upplýsingaöflun um sleppingarnar í eðlilegum farvegi. Guðni Guðbergsson, sviðsstjóri auðlindasviðs Veiðimálastofnunar (VMST), segir að lengi vel hafi stofnunin fengið mjög góðar upplýsingar um seiðasleppingar. Hins vegar hafi lögum verið breytt árið 1997 og eftir það hafi verkefnið lent á vergangi. Guðni óttast ekki aukna sjúkdómahættu þar sem seiðaeldisstöðvar geti ekki flutt seiði á milli vatnasvæða án tilskilinna leyfa. Eins séu stöðvarnar undir eftirliti dýralækna þegar fiskur er tekinn inn í stöðvarnar og sýni tekin til að greina sjúkdóma. Hann segir að erfðafræðilegi hlutinn sé annað mál. „Ef menn fara að fikta í slíku, og fara með fisk á milli vatnasvæða, þá má fullyrða að slík inngrip eru óæskileg. Það er því fyrst og síðast út frá þeirri hættu sem menn eru að velta því fyrir sér hvort ekki sé rétt að fylgjast betur með sleppingum seiða en nú er gert,“ segir Guðni. Guðni minnist á sleppingar í Rangárnar í þessu sambandi og segir takmarkaða hættu þar á ferðum. Enginn eða lítill laxastofn hafi verið fyrir í ánum þó mjög skiptar skoðanir séu um sleppingar í ár sem eru fyrst og síðast silungsveiðiár. „Hins vegar þarf að fara varlega við að stunda miklar sleppingar þar sem fyrir er náttúrulegur stofn, hvort sem um er að ræða lax eða silung. Eru menn að taka áhættu? Ég held að svarið sé já,“ segir Guðni. Árni Ísaksson, forstöðumaður lax- og silungsveiðisviðs Fiskistofu, segir að seiðasleppingar séu háðar fiskræktunaráætlunum sem veiðifélög gera til fimm ára í senn og upplýsingar um sleppingarnar berist stofnuninni í gegnum ársskýrslur þeirra. „Þeir kaupa þessi seiði dýrum dómum úr eldisstöðvum svo það er auðvelt að finna þessar tölur.“ Hann telur að upplýsingaöflun um seiðasleppingar séu í eðlilegum farvegi en tekur fram að umræðan um að svo sé ekki hafi orðið til þess að stofnunin ætli að ganga lengra. „Ég reikna með því að við leitum til þeirra sem sleppa í árnar og fáum þessar tölur upp á borðið.“ svavar@frettabladid.is
Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira