Hörður Axel Vilhjálmsson átti fínan leik fyrir Mitteldeutscher sem bar sigurorð af Telekom Baskets Bonn í þýsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld. Lokatölur 83-79, eftir framlengdan leik.
Mitteldeutscher var sex stigum undir í hálfleik, 31-25, en frábær fjórði leikhluti tryggði þeim framlengingu. Þeir unnu fjórða leikhlutann með fjórtán stigum, 28-14 og svo framlenginguna 13-9.
Hörður Axel skoraði samtals fimmtán stig, gaf þrjár stoðsendingar og tók tvö fráköst. Tvær af stoðsendingum hans komu í framlengingunni.
