Handbolti

Rut: Missti aldrei trúna

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Ole Nielsen
Rut Jónsdóttir stóð sig vel í leiknum gegn Svartfjallalandi í kvöld en það dugði ekki til þar sem að Ísland tapaði leiknu, 26-23.

„Það er fullt af góðum hlutum hægt að taka með sér úr þessum leik en tapið er samt ótrúlega svekkjandi," sagði Rut.

„Við gáfumst þá aldrei upp og það sýnir að íslenska hjartað er á réttum stað. Við héldum áfram að berjast fram á síðustu mínútu."

„Ég hafði alltaf trú á þessu. Þó svo að það væru fimm mínútur eftir og við vorum enn eitthvað undir. Mér fannst við alltaf í séns."

„Sóknin gekk ágætlega í dag og við vorum að finna glufur á vörninni þeirra. Það hefði þó þurft að nýta færin betur."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×