Handbolti

Júlíus: Á von á mjög erfiðum leik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Júlíus Jónasson sagðist eiga von á afar erfiðum leik á EM í handbolta í dag en Ísland mætir þá Svartfjallalandi. Vísir hitti á Júlíus eftir morgunæfingu íslenska landsliðsins í dag.

„Æfingin var óvenju snemma, klukkan hálf níu, og það var aðeins verið að vekja líkamann," sagði landsliðsþjálfarinn.

„En ég á von á mjög erfiðum leik í dag. Svartfellingar eru með mjög sterkt lið og spilar afar góðan varnarleik. Þeir fá mikið af hraðaupphlaupum út á hann."

„Þær eru ekki jafn sterkar í sókninni en þó er alls ekki hægt að tala um að sóknarleikurinn sé veikleiki. Þær spila ekki jafn mikið taktískt og maður gerði ráð fyrir fyrirfram," bætti hann við.

„Stemningin í okkar hóp er mjög góð. Auðvitað voru þær svolítið langt niðri eftir fyrsta leikinn og dagurinn í gær fór í að ná mannskapnum aftur upp. Þær eru ferskar núna og klárar í slaginn."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×