Handbolti

Anna Úrsúla: Svekkelsið meira en í síðasta leik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Ole Nielsen
„Ég er miklu svekktari í dag en eftir síðasta leik," sagði Anna Úrsúla Guðmundsdóttir eftir tapið gegn Svartfjallalandi á EM í handbolta í kvöld.

„Við vissum þá að við vorum ekki að sýna okkar réttu hliðar. Það náðum við að gera í dag. Við vorum að koma okkur í góð færi en klikkuðum á mörgum þeirra sem reyndist okkur afar dýrkeypt þegar uppi var staðið," sagði hún.

„En við vorum miklu grimmari í vörninni og það er miklu skemmtilegra að spila þegar það gengur vel í vörninni. En það jákvæða er að við sýndum fólkinu heima að við eigum eitthvað í þessi lið. Það er mikilvægt."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×