Handbolti

Rut: Viljum bæta fyrir síðasta leik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Árósum skrifar
Rut Jónsdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins, segir að leikmenn liðsins ætli sér að bæta fyrir tapið gegn Króatíu þegar að liðið mætir Svartfjallalandi í dag.

„Þetta leggst ágætlega í mig - það er kominn tími til að bæta fyrir erfiðan leik á þriðjudaginn," sagði hún við Vísi eftir æfingu íslenska landsliðsins í keppnishöllinni í Árósum í morgun.

„Stemningin í hópnum er mjög góð. Þetta var vissulega erfitt eftir leikinn á þriðjudaginn en það er stutt á milli leikja og maður neyðist til að rífa sig upp strax næsta dag."

Rut er leikmaður Team Tvis Holstebro sem leikur í dönsku úrvalsdeildinni og kann því sig vel við sig í Danmörku.

„Það er frábært að vera hér þó svo að ég hafi ekki spilað áður í þessari höll. En það er frábært að fá að vera í Danmörku."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×