Handbolti

Berglind Íris: Popovic ein sú besta í heimi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Árósum skrifar
„Mér líst vel á verkefni dagsins. Við erum búnar að undirbúa okkur vel og æstar í að sýna betri leik en við gerðum gegn Króötum á þriðjudaginn," sagði Berglind Íris Hansdóttir landsliðslisðmarkvörður við Vísi í dag.

Íslenska landsliðið æfði í keppnishöllinni í Árósum í dag en liðið mætir Svartfellingum í dag klukkan 17.15.

Svartfellingar komu á óvart með því að vinna heimsmeistara Rússa í fyrstu umferðinni en með liðinu spilar ein besta handboltakona heims, Bojana Popovic.

„Það er alltaf gaman að mæta þeim bestu. Ég hef reyndar einu sinni áður spilað gegn Popovic - hún er frábær og maður veit aldrei við hverju má búast af henni. Það verður verðugt verkefni að mæta henni en mjög gaman."

„Hún er einn besti leikmaður heims í dag. Hún er svo sem enginn svakalegur þrumari en mjög góð í að spila samherja sína uppi og inn á milli kemur hún með hörkugóð skot. Hún er alhliða og mjög góður leikmaður."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×