Handbolti

Rússar með yngsta liðið á EM

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Árósum skrifar
Kseniya Makeeva skorar fyrir Rússa á móti Svartfellingum en hún er tvítug.
Kseniya Makeeva skorar fyrir Rússa á móti Svartfellingum en hún er tvítug. Mynd/AFP
Heimsmeistararnir sjálfir, Rússland, eru með yngsta leikmannahópinn á EM í handbolta sem fer nú fram í Noregi og Danmörku.

Meðalaldur leikmanna í rússneska liðinu er 23 ár en til samanburðar má nefna að meðalaldurinn í íslenska liðinu er rúm 24 ár.

Elsti leikmaðurinn í liðinu er markverðirnir Maria Sidorova, 31 árs, og hin 26 ára gamla Anna Sedoykina. Þar að auki eru tveir útileikmenn 26 ára gamlir.

Þrír leikmenn í rússneska liðinu tóku þátt í HM U-20 liða en þar fögnuðu Norðmenn sigri.

Rússar töpuðu fyrsta leiknum á EM er þær mættu Svartfellingum en í dag leika þær gegn Króatíu sem vann Ísland á þriðjudagskvöldið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×