Internetið tekur fram úr sjónvarpinu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. mars 2016 12:37 Í fyrsta sinn telja markaðsstjórar á Íslandi að internetið sé áhrifameiri auglýsingamiðill en sjónvarp. Vísir/Getty Internetið hefur tekið sæti sjónvarpsins sem áhrifamesti auglýsingamiðillinn á Íslandi samkvæmt niðurstöðum árlegrar rannsóknar Gallup meðal markaðsstjóra stærstu auglýsenda landsins. Í rannsókninni svöruðu 231 markaðsstjóri ýmsum spurningum um auglýsingamarkaðinn á Íslandi. Um fjórðungur þeirra taldi internetið, þar með talið samfélagsmiðla, áhrifamesta auglýsingamiðilinn á Íslandi. Í fyrri rannsóknum Gallup undanfarin ár hafa markaðsstjórar talið sjónvarp áhrifamesta miðilinn til að ná til markhópa sinna. Hefur internetið sótt mikið á en í sambærilegri rannsókn Gallup frá árinu 2009 sögðust aðeins 15 prósent markaðsstjóra að internetið væri áhrifamesti auglýsingamiðilinn. Hefur internetið því heldur betur sótt í sig veðrið og orðið æ áhrifameira að mati markaðstjóra hér á landi. Um þriðjungur þeirra telur sjónvarpið þó enn vera áhrifaríkasta auglýsingamiðilinn. Hefur þetta hlutfall lækkað undanfarin ár en árið 2009 taldi ríflegur helmingur markaðstjóra sjónvarpið vera áhrifamesta auglýsingamiðilinn. Fyrirtæki hafa í auknum mæli sótt í Twitter til að auglýsa starfsemi sína.Vísir/GettySamfélagsmiðlar sækja á Í blaðinu Ímark sem fylgdi Morgunblaðinu í morgun er rætt við Guðna Rafn Gunnarsson, sviðsstjóra fjölmiðlarannsókna hjá Gallup. Segir hann að samfélagsmiðlar séu ofarlega í huga markaðsstjóra þegar kemur að markaðssetningu á netinu. „Áhrifamáttur netsins sem auglýsingamiðill í hugum auglýsenda hefur aukist jafnt og þétt síðustu ár frá því að vera nefnt af um sjö prósentum svarenda fyrir áratug,“ segir Guðni. „Af þeim sem telja neti áhrifaríkast nefndi helmingur svarenda samfélagsmiðla og helmingur nefndi aðra auglýsingakosti á netinu.“ Guðni kynnti niðurstöður rannsóknarinnar á Íslenska markaðsdeginum sem nú stendur yfir í Háskólabíói. Í kvöld verða svo Íslensku auglýsingaverðlaunin afhent en þau eru veitt í fjölmörgum flokkum til þeirra sem þótt hafa skarað framúr í auglýsinga- og markaðsmálum árið 2015. Tengdar fréttir Tilkynnt um tilnefningar til Lúðurs 2016 Verðlaunin verða afhent í Háskólabíó þann 4. mars. 25. febrúar 2016 16:15 Mest lesið Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Viðskipti erlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Ópíóíða, róandi- og svefnlyf: „Það geta allir orðið háðir þessum lyfjum ómeðvitað“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Sjá meira
Internetið hefur tekið sæti sjónvarpsins sem áhrifamesti auglýsingamiðillinn á Íslandi samkvæmt niðurstöðum árlegrar rannsóknar Gallup meðal markaðsstjóra stærstu auglýsenda landsins. Í rannsókninni svöruðu 231 markaðsstjóri ýmsum spurningum um auglýsingamarkaðinn á Íslandi. Um fjórðungur þeirra taldi internetið, þar með talið samfélagsmiðla, áhrifamesta auglýsingamiðilinn á Íslandi. Í fyrri rannsóknum Gallup undanfarin ár hafa markaðsstjórar talið sjónvarp áhrifamesta miðilinn til að ná til markhópa sinna. Hefur internetið sótt mikið á en í sambærilegri rannsókn Gallup frá árinu 2009 sögðust aðeins 15 prósent markaðsstjóra að internetið væri áhrifamesti auglýsingamiðilinn. Hefur internetið því heldur betur sótt í sig veðrið og orðið æ áhrifameira að mati markaðstjóra hér á landi. Um þriðjungur þeirra telur sjónvarpið þó enn vera áhrifaríkasta auglýsingamiðilinn. Hefur þetta hlutfall lækkað undanfarin ár en árið 2009 taldi ríflegur helmingur markaðstjóra sjónvarpið vera áhrifamesta auglýsingamiðilinn. Fyrirtæki hafa í auknum mæli sótt í Twitter til að auglýsa starfsemi sína.Vísir/GettySamfélagsmiðlar sækja á Í blaðinu Ímark sem fylgdi Morgunblaðinu í morgun er rætt við Guðna Rafn Gunnarsson, sviðsstjóra fjölmiðlarannsókna hjá Gallup. Segir hann að samfélagsmiðlar séu ofarlega í huga markaðsstjóra þegar kemur að markaðssetningu á netinu. „Áhrifamáttur netsins sem auglýsingamiðill í hugum auglýsenda hefur aukist jafnt og þétt síðustu ár frá því að vera nefnt af um sjö prósentum svarenda fyrir áratug,“ segir Guðni. „Af þeim sem telja neti áhrifaríkast nefndi helmingur svarenda samfélagsmiðla og helmingur nefndi aðra auglýsingakosti á netinu.“ Guðni kynnti niðurstöður rannsóknarinnar á Íslenska markaðsdeginum sem nú stendur yfir í Háskólabíói. Í kvöld verða svo Íslensku auglýsingaverðlaunin afhent en þau eru veitt í fjölmörgum flokkum til þeirra sem þótt hafa skarað framúr í auglýsinga- og markaðsmálum árið 2015.
Tengdar fréttir Tilkynnt um tilnefningar til Lúðurs 2016 Verðlaunin verða afhent í Háskólabíó þann 4. mars. 25. febrúar 2016 16:15 Mest lesið Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Viðskipti erlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Ópíóíða, róandi- og svefnlyf: „Það geta allir orðið háðir þessum lyfjum ómeðvitað“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Sjá meira
Tilkynnt um tilnefningar til Lúðurs 2016 Verðlaunin verða afhent í Háskólabíó þann 4. mars. 25. febrúar 2016 16:15