Viðskipti innlent

Siglt á Arnarfellið

Samúel Karl Ólason skrifar
Arnarfell í Sundahöfn.
Arnarfell í Sundahöfn. Vísir/Stefán
Vélarvana og stjórnlaust skip sigldi á Arnarfell, skip Samskipa á fimmtudaginn. Atvikið átti sér stað í Kílarskurðinum þegar Arnarfell var á leið frá Cuxhaven til Aarhus. Engan í áhöfn Arnarfells sakaði og er allur farmur skipsins óskemmdur.

Skipið mun þarfnast viðgerða og þarf því að losa allan farm frá Arnfarfelli í Aarhus.

Í tilkynningu frá Samskipum segir að verið sé að leita leiða til að fá annað skip til að leysa Arnarfellið af hólmi á meðan skipið er í viðgerð. Ljóst er þó að tafir verða á siglingaáætlun Samskipa.

Viðskiptavinir Samskipa eru hvattir til að fylgjast með fregnum á þjónustuvef og vef Samskipa þar sem upplýsingar verða settar inn um leið og þær liggja fyrir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×