Viðskipti innlent

Hagnaður Félagsbústaða nam fjórum milljörðum

Sæunn Gísladóttir skrifar
Félagsbústaðir hf, sem eru hlutafélag í eigu Reykjavíkurborgar, eiga og reka félagslegt leiguhúsnæði sem úthlutað er af Velferðarsviði Reykjavíkurborgar.
Félagsbústaðir hf, sem eru hlutafélag í eigu Reykjavíkurborgar, eiga og reka félagslegt leiguhúsnæði sem úthlutað er af Velferðarsviði Reykjavíkurborgar. vísir/Pjetur
Hagnaður Félagsbústaða nam fjórum milljörðum króna á árinu 2015 og dróst saman um sjö hundruð milljónir milli ára. 

Félagsbústaðir hf, sem eru hlutafélag í eigu Reykjavíkurborgar, eiga og reka félagslegt leiguhúsnæði sem úthlutað er af Velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Markmið félagsins er að starfa í þágu almannaheilla og skal rekstur þess vera sjálfbær. Félagið á og rekur 1901 almennar leiguíbúðir auk 307 þjónustuíbúða fyrir aldraða ásamt 118 litlum íbúðum í sambýlum fyrir fatlað fólk, eða samtals 2.326 íbúðir í Reykjavík.

Rekstrarhagnaður Félagsbústaða hf. fyrir vaxtagjöld, verðbætur lána og matsbreytingu fjárfestingaeigna drógst saman um tvö prósent milli ára, úr 1,53 milljörðum króna árið 2014 í 1,5 milljarð króna árið 2015.

Rekstrartekjur Félagsbústaða hf. á árinu 2015 námu 3,2 milljörðum króna, sem er 2,7 prósent aukning tekna frá árinu á undan aðallega vegna verðlagshækkunar leigu og stækkunar eignasafnsins.

Rekstrargjöld námu samtals 1.660 milljónum kr. og hækkuðu milli ára um 7,4 prósent. Af einstökum rekstrarþáttum hækkaði rekstrarkostnaður fasteigna um 4,6 prósent og launakostnaður um 1,1 prósent. 

Rekstrarafkoma Félagsbústaða hf. fyrir verðlagsbreytingar lána og matsbreytingu eigna nam 540 milljónum króna á árinu 2015 miðað við 579 milljónir króna árið á undan sem er tvö prósent lækkun hagnaðar milli ára.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×