Viðskipti innlent

Böns of monní

Megas landaði „böns af monní“ á Degi íslenskrar tungu fyrir níu árum.
Megas landaði „böns af monní“ á Degi íslenskrar tungu fyrir níu árum.

Þegar góðæri ríkti á Íslandi og peningar spruttu upp úr hverri hraunsprungu líkastir mosalyngi var hægt að græða þvílíkar fjárhæðir á hérlendum hlutabréfamörkuðum að setningin „böns of monní“, sem Megas notaði um þau peningaverðlaun sem hann landaði með verðlaunum Jónasar Hallgrímssonar á Degi íslenskrar tungu fyrir níu árum, náði ekki yfir nema smábrot af gróðanum.

Eftir bankahrunið í október og vægast sagt rússíbanareið Íslands út úr teitinu með ríkustu þjóðum heims má gefa sér að „böns of monní“ sé aftur orðinn heill hellingur af peningum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×