Viðskipti innlent

Björn tekjuhæsti forstjóri í ríkisfyrirtæki

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Björn Zoega er tekjuhæsti forstjórinn.
Björn Zoega er tekjuhæsti forstjórinn.
Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, er hæstur á lista Frjálsrar verslunar yfir launahæstu embættismenn og forstjóra ríkisfyrirtækja. Hann var með 1590 þúsund krónur á mánuði í fyrra samkvæmt blaðinu. Gunnar Andersen, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, er með 1517 þúsund krónur. Guðgeir Eyjólfsson, sýslumaður í Hafnarfirði, er síðan þriðji á listanum með 1468 þúsund krónur og Guðný Aðalsteinsdóttir fyrrverandi deildarstjóri skipulagssviðs Reykjavíkur er fjórða með 1461 þúsund krónur. Páll Magnússon útvarpsstjóri er fimmti á listanum með 1449 þúsund krónur.

Nokkru neðar, eða í tíunda sæti, kemur svo tekjuhæsti ráðuneytisstarfsmaðurinn. Það er Sigurður Snævarr, efnahagsráðgjafi forsætisráðherra. Hann er með 1152 þúsund krónur í mánaðarlaun samkvæmt blaðinu. Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, er svo í 12 sæti með 1140 þúsund krónur.

Stefán Eiríksson er tekjuhæsti lögreglustjórinn á listanum. Hann er með 954 þúsund krónur á mánuði samkvæmt blaðinu, Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, er með 948 þúsund krónur og Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri með 772 þúsund krónur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×