Viðskipti innlent

Sigurður Sigurjónsson tekjuhæsti listamaðurinn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sigurður Sigurjónsson leikari er tekjuhæsti listamaðurinn á síðasta ári, samkvæmt tölum Frjálsrar verslunar. Hann var með 1253 þúsund krónur í mánaðalaun samkvæmt blaðinu. Sverrir Þór Sverrisson, Sveppi, var í öðru sæti með tæpar 1100 þúsund krónur. Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri Borgarleikhússins, er þriðjur í röðinni en hann var með rúma milljón. Yrsa Sigurðardóttir rithöfundur, sem einnig er verkfræðingur, var svo fjórða í röðinni með rúma milljón á mánuði. Í fimmta sæti var svo Pétur Jóhann Sigfússon en samkvæmt blaðinu var hann með 957 þúsund krónur í mánaðalaun.

Á meðal annarra þekktra listamanna má nefna Baltasar Kormák Baltasarsson leikstjóra. Hann er í fjórtánda sæti á lista Frjálsrar verslunar yfir tekjuhæstu listamenn með 748 þúsund krónur í mánaðalaun. Arnaldur Indriðason rithöfundur er í 48. sæti með 505 þúsund krónur. Páll Óskar Hjálmtýsson er í sjötugasta sæti með 428 þúsund krónur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×