Viðskipti innlent

Baldur og Karítas eiga 861 milljón

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Baldur Guðlaugsson fyrir Hæstarétti Íslands.
Baldur Guðlaugsson fyrir Hæstarétti Íslands. mynd/ gva.
Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri, og Karítas Kvaran, eiginkona hans, eiga 861 milljón króna. Þetta kemur fram í úttekt Viðskiptablaðsins á eignum 170 Íslendinga. Viðskiptablaðið reiknaði eignir þeirra út frá skattskrám sem birtar voru í gær.

Baldur hefur verið umtalaður á Íslandi eftir bankahrun. Hann var sem kunnugt er dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir innherjasvik og brot í opinberu starfi þegar hann seldi hlutabréf sín að andvirði 192 milljóna króna í september 2008, rétt fyrir hrun.

Vangaveltur voru um það, þegar Hæstiréttur kvað upp dóm yfir Baldri í febrúar á þessu ári, hvort dómurinn myndi stefna fjárhagslegu öryggi Baldurs í hættu. Auk fangelsisdómsins voru 174 milljónir gerðar upptækar. „Ég get engu svarað um það," sagði Karl Axelsson, verjandi hans þá. „Ég get ekkert tjáð mig um fjárhagslega stöðu umbjóðanda míns," bætti Karl við.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×