Íslenskir frumkvöðlar fá fjárfestingu frá Seedcamp Stefán Árni Pálsson skrifar 17. febrúar 2015 10:30 Stofnendur Datasmoothie þeir Geir Freysson, Agnar Sigmarsson og Birgir Hrafn Sigurðsson. mynd/aðsend Íslenska frumkvöðlafyrirtækið Datasmoothie var á meðal sigurvegara í Seedcamp sem fór fram í London í vikuna 2. – 6. febrúar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Mörg hundruð fyrirtæki sóttu um að fá taka þátt og voru 22 teymi valin til þess að keppa um fjárfestingu frá Seedcamp. Í tilkynningunni segir að vikan hafi verið erfið og falið í sér viðtöl við fjárfesta og aðra sérfræðinga ásamt daglegum kynningum á viðskiptahugmyndinni. Undir lok vikunnar var íslenska teyminu tjáð að þeir hafi hlotið fjárfestingu frá Seedcamp. Seedcamp er einn virtasti viðskiptahraðall Evrópu og var stofnaður árið 2007 með það að markmiði búa til fyrirtæki sem hafa möguleika á því að verða að stórfyrirtækjum á sínu sviði á örfáum árum. Á heimasíðu Seedcamp kemur fram að markmiðið þeirra sé að „fjárfesta með það að markmiði að byggja upp fyrirtæki í Evrópu sem metin eru milljarða.”En hver er varan? Varan heitir Datasmoothie og er hugbúnaður sem er notaður við úrvinnslu gagna, framkvæmir tölfræðilega útreikninga og gerir notendum kleift að útbúa gagnvirkar skýrslur með niðurstöðum sínum á auðveldan hátt. „Margir kannast við að hafa notast við hugbúnaðinn SPSS í háskóla og jafnvel menntaskóla. SPSS er gamall hugbúnaður sem hefur lítið þróast frá því hann kom fyrst út. Við settum okkur það markmið að búa til skilvirkari og mun betri útgáfu af honum og byrja á að bjóða markaðsrannsóknafyrirtækjum til kaups,“ segir Geir Freysson, einn af stofnendum fyrirtækisins. Data Smoothie hefur verið í þróun í um 16 mánuði og hefur teymið unnið með breska markaðsrannsóknafyrirtækinu YouGov að þróun vörunnar. Næstu skref „Þetta er klárlega mikil viðurkenning fyrir okkur, enda margir af öflugustu frumkvöðlum Evrópu saman komnir til þess að keppa um fjárfestingu frá þekktum fjárfestingasjóði. Þetta hefur nú þegar opnað fjölmargar dyr fyrir okkur, t.d. höfum við átt fundi með stærstu fjárfestingasjóðum Evrópu. Markaðsrannsóknir er tæplega 40 milljarða dala bransi og tækifærið er því gríðarlega stórt. En velgengni kemur ekki af sjálfur sér og næsta mál á dagskrá er halda þróun og sölu áfram af fullum krafti,“ segir Agnar Sigmarsson, einn af stofnendum fyrirtækisins. Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Sjá meira
Íslenska frumkvöðlafyrirtækið Datasmoothie var á meðal sigurvegara í Seedcamp sem fór fram í London í vikuna 2. – 6. febrúar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Mörg hundruð fyrirtæki sóttu um að fá taka þátt og voru 22 teymi valin til þess að keppa um fjárfestingu frá Seedcamp. Í tilkynningunni segir að vikan hafi verið erfið og falið í sér viðtöl við fjárfesta og aðra sérfræðinga ásamt daglegum kynningum á viðskiptahugmyndinni. Undir lok vikunnar var íslenska teyminu tjáð að þeir hafi hlotið fjárfestingu frá Seedcamp. Seedcamp er einn virtasti viðskiptahraðall Evrópu og var stofnaður árið 2007 með það að markmiði búa til fyrirtæki sem hafa möguleika á því að verða að stórfyrirtækjum á sínu sviði á örfáum árum. Á heimasíðu Seedcamp kemur fram að markmiðið þeirra sé að „fjárfesta með það að markmiði að byggja upp fyrirtæki í Evrópu sem metin eru milljarða.”En hver er varan? Varan heitir Datasmoothie og er hugbúnaður sem er notaður við úrvinnslu gagna, framkvæmir tölfræðilega útreikninga og gerir notendum kleift að útbúa gagnvirkar skýrslur með niðurstöðum sínum á auðveldan hátt. „Margir kannast við að hafa notast við hugbúnaðinn SPSS í háskóla og jafnvel menntaskóla. SPSS er gamall hugbúnaður sem hefur lítið þróast frá því hann kom fyrst út. Við settum okkur það markmið að búa til skilvirkari og mun betri útgáfu af honum og byrja á að bjóða markaðsrannsóknafyrirtækjum til kaups,“ segir Geir Freysson, einn af stofnendum fyrirtækisins. Data Smoothie hefur verið í þróun í um 16 mánuði og hefur teymið unnið með breska markaðsrannsóknafyrirtækinu YouGov að þróun vörunnar. Næstu skref „Þetta er klárlega mikil viðurkenning fyrir okkur, enda margir af öflugustu frumkvöðlum Evrópu saman komnir til þess að keppa um fjárfestingu frá þekktum fjárfestingasjóði. Þetta hefur nú þegar opnað fjölmargar dyr fyrir okkur, t.d. höfum við átt fundi með stærstu fjárfestingasjóðum Evrópu. Markaðsrannsóknir er tæplega 40 milljarða dala bransi og tækifærið er því gríðarlega stórt. En velgengni kemur ekki af sjálfur sér og næsta mál á dagskrá er halda þróun og sölu áfram af fullum krafti,“ segir Agnar Sigmarsson, einn af stofnendum fyrirtækisins.
Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Sjá meira