Íslenskir frumkvöðlar fá fjárfestingu frá Seedcamp Stefán Árni Pálsson skrifar 17. febrúar 2015 10:30 Stofnendur Datasmoothie þeir Geir Freysson, Agnar Sigmarsson og Birgir Hrafn Sigurðsson. mynd/aðsend Íslenska frumkvöðlafyrirtækið Datasmoothie var á meðal sigurvegara í Seedcamp sem fór fram í London í vikuna 2. – 6. febrúar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Mörg hundruð fyrirtæki sóttu um að fá taka þátt og voru 22 teymi valin til þess að keppa um fjárfestingu frá Seedcamp. Í tilkynningunni segir að vikan hafi verið erfið og falið í sér viðtöl við fjárfesta og aðra sérfræðinga ásamt daglegum kynningum á viðskiptahugmyndinni. Undir lok vikunnar var íslenska teyminu tjáð að þeir hafi hlotið fjárfestingu frá Seedcamp. Seedcamp er einn virtasti viðskiptahraðall Evrópu og var stofnaður árið 2007 með það að markmiði búa til fyrirtæki sem hafa möguleika á því að verða að stórfyrirtækjum á sínu sviði á örfáum árum. Á heimasíðu Seedcamp kemur fram að markmiðið þeirra sé að „fjárfesta með það að markmiði að byggja upp fyrirtæki í Evrópu sem metin eru milljarða.”En hver er varan? Varan heitir Datasmoothie og er hugbúnaður sem er notaður við úrvinnslu gagna, framkvæmir tölfræðilega útreikninga og gerir notendum kleift að útbúa gagnvirkar skýrslur með niðurstöðum sínum á auðveldan hátt. „Margir kannast við að hafa notast við hugbúnaðinn SPSS í háskóla og jafnvel menntaskóla. SPSS er gamall hugbúnaður sem hefur lítið þróast frá því hann kom fyrst út. Við settum okkur það markmið að búa til skilvirkari og mun betri útgáfu af honum og byrja á að bjóða markaðsrannsóknafyrirtækjum til kaups,“ segir Geir Freysson, einn af stofnendum fyrirtækisins. Data Smoothie hefur verið í þróun í um 16 mánuði og hefur teymið unnið með breska markaðsrannsóknafyrirtækinu YouGov að þróun vörunnar. Næstu skref „Þetta er klárlega mikil viðurkenning fyrir okkur, enda margir af öflugustu frumkvöðlum Evrópu saman komnir til þess að keppa um fjárfestingu frá þekktum fjárfestingasjóði. Þetta hefur nú þegar opnað fjölmargar dyr fyrir okkur, t.d. höfum við átt fundi með stærstu fjárfestingasjóðum Evrópu. Markaðsrannsóknir er tæplega 40 milljarða dala bransi og tækifærið er því gríðarlega stórt. En velgengni kemur ekki af sjálfur sér og næsta mál á dagskrá er halda þróun og sölu áfram af fullum krafti,“ segir Agnar Sigmarsson, einn af stofnendum fyrirtækisins. Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Sjá meira
Íslenska frumkvöðlafyrirtækið Datasmoothie var á meðal sigurvegara í Seedcamp sem fór fram í London í vikuna 2. – 6. febrúar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Mörg hundruð fyrirtæki sóttu um að fá taka þátt og voru 22 teymi valin til þess að keppa um fjárfestingu frá Seedcamp. Í tilkynningunni segir að vikan hafi verið erfið og falið í sér viðtöl við fjárfesta og aðra sérfræðinga ásamt daglegum kynningum á viðskiptahugmyndinni. Undir lok vikunnar var íslenska teyminu tjáð að þeir hafi hlotið fjárfestingu frá Seedcamp. Seedcamp er einn virtasti viðskiptahraðall Evrópu og var stofnaður árið 2007 með það að markmiði búa til fyrirtæki sem hafa möguleika á því að verða að stórfyrirtækjum á sínu sviði á örfáum árum. Á heimasíðu Seedcamp kemur fram að markmiðið þeirra sé að „fjárfesta með það að markmiði að byggja upp fyrirtæki í Evrópu sem metin eru milljarða.”En hver er varan? Varan heitir Datasmoothie og er hugbúnaður sem er notaður við úrvinnslu gagna, framkvæmir tölfræðilega útreikninga og gerir notendum kleift að útbúa gagnvirkar skýrslur með niðurstöðum sínum á auðveldan hátt. „Margir kannast við að hafa notast við hugbúnaðinn SPSS í háskóla og jafnvel menntaskóla. SPSS er gamall hugbúnaður sem hefur lítið þróast frá því hann kom fyrst út. Við settum okkur það markmið að búa til skilvirkari og mun betri útgáfu af honum og byrja á að bjóða markaðsrannsóknafyrirtækjum til kaups,“ segir Geir Freysson, einn af stofnendum fyrirtækisins. Data Smoothie hefur verið í þróun í um 16 mánuði og hefur teymið unnið með breska markaðsrannsóknafyrirtækinu YouGov að þróun vörunnar. Næstu skref „Þetta er klárlega mikil viðurkenning fyrir okkur, enda margir af öflugustu frumkvöðlum Evrópu saman komnir til þess að keppa um fjárfestingu frá þekktum fjárfestingasjóði. Þetta hefur nú þegar opnað fjölmargar dyr fyrir okkur, t.d. höfum við átt fundi með stærstu fjárfestingasjóðum Evrópu. Markaðsrannsóknir er tæplega 40 milljarða dala bransi og tækifærið er því gríðarlega stórt. En velgengni kemur ekki af sjálfur sér og næsta mál á dagskrá er halda þróun og sölu áfram af fullum krafti,“ segir Agnar Sigmarsson, einn af stofnendum fyrirtækisins.
Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Sjá meira