Íslenskir frumkvöðlar fá fjárfestingu frá Seedcamp Stefán Árni Pálsson skrifar 17. febrúar 2015 10:30 Stofnendur Datasmoothie þeir Geir Freysson, Agnar Sigmarsson og Birgir Hrafn Sigurðsson. mynd/aðsend Íslenska frumkvöðlafyrirtækið Datasmoothie var á meðal sigurvegara í Seedcamp sem fór fram í London í vikuna 2. – 6. febrúar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Mörg hundruð fyrirtæki sóttu um að fá taka þátt og voru 22 teymi valin til þess að keppa um fjárfestingu frá Seedcamp. Í tilkynningunni segir að vikan hafi verið erfið og falið í sér viðtöl við fjárfesta og aðra sérfræðinga ásamt daglegum kynningum á viðskiptahugmyndinni. Undir lok vikunnar var íslenska teyminu tjáð að þeir hafi hlotið fjárfestingu frá Seedcamp. Seedcamp er einn virtasti viðskiptahraðall Evrópu og var stofnaður árið 2007 með það að markmiði búa til fyrirtæki sem hafa möguleika á því að verða að stórfyrirtækjum á sínu sviði á örfáum árum. Á heimasíðu Seedcamp kemur fram að markmiðið þeirra sé að „fjárfesta með það að markmiði að byggja upp fyrirtæki í Evrópu sem metin eru milljarða.”En hver er varan? Varan heitir Datasmoothie og er hugbúnaður sem er notaður við úrvinnslu gagna, framkvæmir tölfræðilega útreikninga og gerir notendum kleift að útbúa gagnvirkar skýrslur með niðurstöðum sínum á auðveldan hátt. „Margir kannast við að hafa notast við hugbúnaðinn SPSS í háskóla og jafnvel menntaskóla. SPSS er gamall hugbúnaður sem hefur lítið þróast frá því hann kom fyrst út. Við settum okkur það markmið að búa til skilvirkari og mun betri útgáfu af honum og byrja á að bjóða markaðsrannsóknafyrirtækjum til kaups,“ segir Geir Freysson, einn af stofnendum fyrirtækisins. Data Smoothie hefur verið í þróun í um 16 mánuði og hefur teymið unnið með breska markaðsrannsóknafyrirtækinu YouGov að þróun vörunnar. Næstu skref „Þetta er klárlega mikil viðurkenning fyrir okkur, enda margir af öflugustu frumkvöðlum Evrópu saman komnir til þess að keppa um fjárfestingu frá þekktum fjárfestingasjóði. Þetta hefur nú þegar opnað fjölmargar dyr fyrir okkur, t.d. höfum við átt fundi með stærstu fjárfestingasjóðum Evrópu. Markaðsrannsóknir er tæplega 40 milljarða dala bransi og tækifærið er því gríðarlega stórt. En velgengni kemur ekki af sjálfur sér og næsta mál á dagskrá er halda þróun og sölu áfram af fullum krafti,“ segir Agnar Sigmarsson, einn af stofnendum fyrirtækisins. Mest lesið Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Margrét hættir sem forstjóri Nova Viðskipti innlent Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Viðskipti innlent „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Viðskipti innlent Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Innlent Fleiri fréttir Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Sjá meira
Íslenska frumkvöðlafyrirtækið Datasmoothie var á meðal sigurvegara í Seedcamp sem fór fram í London í vikuna 2. – 6. febrúar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Mörg hundruð fyrirtæki sóttu um að fá taka þátt og voru 22 teymi valin til þess að keppa um fjárfestingu frá Seedcamp. Í tilkynningunni segir að vikan hafi verið erfið og falið í sér viðtöl við fjárfesta og aðra sérfræðinga ásamt daglegum kynningum á viðskiptahugmyndinni. Undir lok vikunnar var íslenska teyminu tjáð að þeir hafi hlotið fjárfestingu frá Seedcamp. Seedcamp er einn virtasti viðskiptahraðall Evrópu og var stofnaður árið 2007 með það að markmiði búa til fyrirtæki sem hafa möguleika á því að verða að stórfyrirtækjum á sínu sviði á örfáum árum. Á heimasíðu Seedcamp kemur fram að markmiðið þeirra sé að „fjárfesta með það að markmiði að byggja upp fyrirtæki í Evrópu sem metin eru milljarða.”En hver er varan? Varan heitir Datasmoothie og er hugbúnaður sem er notaður við úrvinnslu gagna, framkvæmir tölfræðilega útreikninga og gerir notendum kleift að útbúa gagnvirkar skýrslur með niðurstöðum sínum á auðveldan hátt. „Margir kannast við að hafa notast við hugbúnaðinn SPSS í háskóla og jafnvel menntaskóla. SPSS er gamall hugbúnaður sem hefur lítið þróast frá því hann kom fyrst út. Við settum okkur það markmið að búa til skilvirkari og mun betri útgáfu af honum og byrja á að bjóða markaðsrannsóknafyrirtækjum til kaups,“ segir Geir Freysson, einn af stofnendum fyrirtækisins. Data Smoothie hefur verið í þróun í um 16 mánuði og hefur teymið unnið með breska markaðsrannsóknafyrirtækinu YouGov að þróun vörunnar. Næstu skref „Þetta er klárlega mikil viðurkenning fyrir okkur, enda margir af öflugustu frumkvöðlum Evrópu saman komnir til þess að keppa um fjárfestingu frá þekktum fjárfestingasjóði. Þetta hefur nú þegar opnað fjölmargar dyr fyrir okkur, t.d. höfum við átt fundi með stærstu fjárfestingasjóðum Evrópu. Markaðsrannsóknir er tæplega 40 milljarða dala bransi og tækifærið er því gríðarlega stórt. En velgengni kemur ekki af sjálfur sér og næsta mál á dagskrá er halda þróun og sölu áfram af fullum krafti,“ segir Agnar Sigmarsson, einn af stofnendum fyrirtækisins.
Mest lesið Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Margrét hættir sem forstjóri Nova Viðskipti innlent Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Viðskipti innlent „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Viðskipti innlent Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Innlent Fleiri fréttir Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Sjá meira