Pippen: Við myndum sópa Warriors og ég myndi halda Curry undir 20 stigum Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. apríl 2016 17:30 Myndi Curry bara skora 20 stig á móti Pippen? vísir/getty NBA-meistarar Golden State Warriors eru fjórum sigurleikjum frá því að bæta met Chicago Bulls frá 1996 yfir flesta sigurleiki í deildarkeppninni. Bulls-liðið, með Michael Jordan í fararbroddi, vann 72 leiki og tapaði aðeins tíu tímabilið 1995/1996 áður en það fór svo alla leið í úrslitakeppninni og vann Seattle Supersonics í úrslitarimmunni. Það var fjórði titill Bulls með Jordan innanborðs en liðið vann svo tvo til viðbótar og sex í heildina áður en gullaldarskeiðinu lauk. Golden State er búið að vinna 69 leiki og tapa átta, en það á fimm leiki eftir og verður að vinna fjóra af þeim til að bæta metið. Scottie Pippen var lykilmaður í Chicago-liðinu á meistaraárum þess en hann er einn af betri leikmönnum sögunnar í NBA. Hann velkist ekki í vafa um að Chicago '96 myndi strauja Golden State-liðið í dag ef þau myndu mætast í ímyndaðri rimmu. „Bulls myndi vinna í fjórum,“ sagði Pippen á í viðtali á samkomu í Houston á dögunum en ESPN.com greinir frá. Hann er sem sagt á því að Chicago myndi sópa Golden State, 4-0. Aðspurður hvort Warriors myndi ekki ná einum leik ef Chicago myndi eiga eitt slæmt kvöld sagði Pippen: „Ég held að við myndum ekki eiga einn slæman leik.“ Pippen sér fyrir sér að hann myndi fá það erfiða verkefni að stöðva Stephen Curry, besta leikmann NBA-deildarinnar í dag og þann stigahæsta. „Ég held að stærð mín og lengd myndi trufla Curry,“ sagði Pippen og bætti við að hann myndi halda ofurskyttunni undir 20 stigum í öllum leikjunum. Hann skorar rétt tæplega 30 stig í leik. NBA Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Sport „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Fleiri fréttir NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Sjá meira
NBA-meistarar Golden State Warriors eru fjórum sigurleikjum frá því að bæta met Chicago Bulls frá 1996 yfir flesta sigurleiki í deildarkeppninni. Bulls-liðið, með Michael Jordan í fararbroddi, vann 72 leiki og tapaði aðeins tíu tímabilið 1995/1996 áður en það fór svo alla leið í úrslitakeppninni og vann Seattle Supersonics í úrslitarimmunni. Það var fjórði titill Bulls með Jordan innanborðs en liðið vann svo tvo til viðbótar og sex í heildina áður en gullaldarskeiðinu lauk. Golden State er búið að vinna 69 leiki og tapa átta, en það á fimm leiki eftir og verður að vinna fjóra af þeim til að bæta metið. Scottie Pippen var lykilmaður í Chicago-liðinu á meistaraárum þess en hann er einn af betri leikmönnum sögunnar í NBA. Hann velkist ekki í vafa um að Chicago '96 myndi strauja Golden State-liðið í dag ef þau myndu mætast í ímyndaðri rimmu. „Bulls myndi vinna í fjórum,“ sagði Pippen á í viðtali á samkomu í Houston á dögunum en ESPN.com greinir frá. Hann er sem sagt á því að Chicago myndi sópa Golden State, 4-0. Aðspurður hvort Warriors myndi ekki ná einum leik ef Chicago myndi eiga eitt slæmt kvöld sagði Pippen: „Ég held að við myndum ekki eiga einn slæman leik.“ Pippen sér fyrir sér að hann myndi fá það erfiða verkefni að stöðva Stephen Curry, besta leikmann NBA-deildarinnar í dag og þann stigahæsta. „Ég held að stærð mín og lengd myndi trufla Curry,“ sagði Pippen og bætti við að hann myndi halda ofurskyttunni undir 20 stigum í öllum leikjunum. Hann skorar rétt tæplega 30 stig í leik.
NBA Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Sport „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Fleiri fréttir NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Sjá meira