HM 2013: Sverre er bjartsýnn á að vörnin verði í lagi gegn Rússum Sigurður Elvar Þórólfsson í Sevilla skrifar 11. janúar 2013 18:22 Sverre Jakobsson brosti breitt á æfingu íslenska landsliðsins í Sevilla í dag. Vilhelm Það mun mikið mæða á Sverre Jakobssyni í vörn íslenska liðsins en varnartröllið þarf að sýna styrk sinn án margra lykilmanna sem hafa staðið vaktina með honum í mörg ár. Sverre er nokkuð bjartsýnn á að íslenska liðið nái að stoppa í götin í varnarleiknum á heimsmeistaramótinu en Rússar eru fyrstu mótherjar Íslands í riðlakeppninni. „Vignir (Svavarsson) hefur verið í því hlutverki að koma inn í vörnina þegar á þarf að halda á undanförnum misserum og hann hefur verið mjög þolinmóður. Við þekkjum hvorn annan mjög vel og hlökkum til að takast á við þetta verkefni," sagði Sverre við Vísi í dag. „Að sjálfsögðu er missir af þeim leikmönnum sem hafa verið í varnarhlutverkinu undanfarin misseri en ég hef ekki hugsað mikið um þetta. Svona lítur vörnin okkar út og við þurfum að ná upp þeirri baráttu sem hefur einkennt okkur á undanförnum stórmótum. Við erum ekki að hugsa mikið um það sem við höfum misst – ég ligg allavega ekki í rúminu og er andvaka yfir þessu." Með nýjum þjálfara eru miklar breytingar á varnarleik liðsins? „Já og nei, við byggjum á því sem hefur gengið vel undanfarin ár með vissum útfærslum sem Aron hefur lagt til. Þetta er í grunninn það sama en við erum með ýmsar lausnir gegn liðunum sem við erum að fara að mæta í þessari keppni. Ég held að stuðningsmenn okkar eigi eftir að sjá það gamla góða hjá okkur hvað vörnina varðar – barátta og aftur barátta sem hefur verið einkennismerki okkar alla tíð. Aron hefur aðeins lagt meiri áherslu vera með tvær til þrjár varnaráherslur sem við getum nýtt okkur og gripið til ef 6-0 vörnin er ekki að ganga upp. Stundum er erfitt að skilgreina hvað við erum að gera – enda spilum við ekki alltaf eins og skólabækurnar segja til um." Sverre telur að það séu meiri líkur því að heimsmeistaramótið á Spáni verði það síðasta hjá honum. „Ég ætla að gefa það út hér og nú en ég er á þeim aldri að það er alltaf líklegra að ég sé að leika á mínu síðasta stórmóti. Vignir ýtir mér eflaust bara út úr þessu eftir þetta HM," segir Sverre og brosir eins og hann er vanur að gera. „Það eru ungir leikmenn að banka á dyrnar og það kemur að því að maður stígur til hliðar en hvort það verður eftir þetta mót eða síðar veit ég ekki," sagði Sverre Jakobsson. Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Fleiri fréttir Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Sjá meira
Það mun mikið mæða á Sverre Jakobssyni í vörn íslenska liðsins en varnartröllið þarf að sýna styrk sinn án margra lykilmanna sem hafa staðið vaktina með honum í mörg ár. Sverre er nokkuð bjartsýnn á að íslenska liðið nái að stoppa í götin í varnarleiknum á heimsmeistaramótinu en Rússar eru fyrstu mótherjar Íslands í riðlakeppninni. „Vignir (Svavarsson) hefur verið í því hlutverki að koma inn í vörnina þegar á þarf að halda á undanförnum misserum og hann hefur verið mjög þolinmóður. Við þekkjum hvorn annan mjög vel og hlökkum til að takast á við þetta verkefni," sagði Sverre við Vísi í dag. „Að sjálfsögðu er missir af þeim leikmönnum sem hafa verið í varnarhlutverkinu undanfarin misseri en ég hef ekki hugsað mikið um þetta. Svona lítur vörnin okkar út og við þurfum að ná upp þeirri baráttu sem hefur einkennt okkur á undanförnum stórmótum. Við erum ekki að hugsa mikið um það sem við höfum misst – ég ligg allavega ekki í rúminu og er andvaka yfir þessu." Með nýjum þjálfara eru miklar breytingar á varnarleik liðsins? „Já og nei, við byggjum á því sem hefur gengið vel undanfarin ár með vissum útfærslum sem Aron hefur lagt til. Þetta er í grunninn það sama en við erum með ýmsar lausnir gegn liðunum sem við erum að fara að mæta í þessari keppni. Ég held að stuðningsmenn okkar eigi eftir að sjá það gamla góða hjá okkur hvað vörnina varðar – barátta og aftur barátta sem hefur verið einkennismerki okkar alla tíð. Aron hefur aðeins lagt meiri áherslu vera með tvær til þrjár varnaráherslur sem við getum nýtt okkur og gripið til ef 6-0 vörnin er ekki að ganga upp. Stundum er erfitt að skilgreina hvað við erum að gera – enda spilum við ekki alltaf eins og skólabækurnar segja til um." Sverre telur að það séu meiri líkur því að heimsmeistaramótið á Spáni verði það síðasta hjá honum. „Ég ætla að gefa það út hér og nú en ég er á þeim aldri að það er alltaf líklegra að ég sé að leika á mínu síðasta stórmóti. Vignir ýtir mér eflaust bara út úr þessu eftir þetta HM," segir Sverre og brosir eins og hann er vanur að gera. „Það eru ungir leikmenn að banka á dyrnar og það kemur að því að maður stígur til hliðar en hvort það verður eftir þetta mót eða síðar veit ég ekki," sagði Sverre Jakobsson.
Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Fleiri fréttir Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Sjá meira