HM 2013: Ég á bestu árin eftir | Björgvin sáttur við nýja vinnustaðinn Sigurður Elvar Þórólfsson í Sevilla skrifar 11. janúar 2013 15:50 Björgvin Gústavsson á æfingu íslenska landsliðsins á HM í Sevilla í morgun. Vilhelm „Forráðamenn liðsins höfðu strax samband við mig um leið og það var ljóst að ég yrði ekki áfram hjá Magdeburg. Þetta hefur ekki tekið langan tíma og ég er mjög ánægður með niðurstöðuna og þetta er spennandi verkefni," sagði Björgvin Páll Gústavsson markvörður íslenska landsliðsins í handbolta í dag við Vísi í Sevilla. Björgvin hefur samið við þýska B-deildarfélagið Bergischer HC og mun hann leika með liðinu frá og með næsta tímabili. Bergischer HC er samsett úr gömlu liðunum Wuppertal og Solninger. Liðið féll úr efstu deild í fyrra og ætlar sér beint upp í efstu deild aftur. Ég skrifa undir með það sem fyrirvara að liðið fari upp og ég hef ekki trú á öðru en að það gerist." Björgvin telur að hann eigi eftir að eflast sem markvörður með þessum vistaskiptum. „Ég hef verið að spila um 5ö% ef þeim mínútum sem eru í boði hjá Magdeburg. Það er ekki nóg fyrir mig ef ég ætla mér að verða betri. Ég á bestu árin eftir og markverðir ná oftast að toppa sig rétt eftir þrítugt. Ég á enn nokkur ár í það og þetta er skref sem ég vildi taka," sagði Björgvin en hann verður 28 ára í maí á þessu ári. „Forsvarsmenn liðsins ætla sér stóra hluti á næstu misserum og það verður gaman að fá að taka þátt í þessu," bætti Björgvin við. Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport „Hann er örugglega góður pabbi“ Handbolti Fleiri fréttir „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Sjá meira
„Forráðamenn liðsins höfðu strax samband við mig um leið og það var ljóst að ég yrði ekki áfram hjá Magdeburg. Þetta hefur ekki tekið langan tíma og ég er mjög ánægður með niðurstöðuna og þetta er spennandi verkefni," sagði Björgvin Páll Gústavsson markvörður íslenska landsliðsins í handbolta í dag við Vísi í Sevilla. Björgvin hefur samið við þýska B-deildarfélagið Bergischer HC og mun hann leika með liðinu frá og með næsta tímabili. Bergischer HC er samsett úr gömlu liðunum Wuppertal og Solninger. Liðið féll úr efstu deild í fyrra og ætlar sér beint upp í efstu deild aftur. Ég skrifa undir með það sem fyrirvara að liðið fari upp og ég hef ekki trú á öðru en að það gerist." Björgvin telur að hann eigi eftir að eflast sem markvörður með þessum vistaskiptum. „Ég hef verið að spila um 5ö% ef þeim mínútum sem eru í boði hjá Magdeburg. Það er ekki nóg fyrir mig ef ég ætla mér að verða betri. Ég á bestu árin eftir og markverðir ná oftast að toppa sig rétt eftir þrítugt. Ég á enn nokkur ár í það og þetta er skref sem ég vildi taka," sagði Björgvin en hann verður 28 ára í maí á þessu ári. „Forsvarsmenn liðsins ætla sér stóra hluti á næstu misserum og það verður gaman að fá að taka þátt í þessu," bætti Björgvin við.
Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport „Hann er örugglega góður pabbi“ Handbolti Fleiri fréttir „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Sjá meira