Handbolti

HM 2013: Ég á bestu árin eftir | Björgvin sáttur við nýja vinnustaðinn

Sigurður Elvar Þórólfsson í Sevilla skrifar
Björgvin Gústavsson á æfingu íslenska landsliðsins á HM í Sevilla í morgun.
Björgvin Gústavsson á æfingu íslenska landsliðsins á HM í Sevilla í morgun. Vilhelm
„Forráðamenn liðsins höfðu strax samband við mig um leið og það var ljóst að ég yrði ekki áfram hjá Magdeburg. Þetta hefur ekki tekið langan tíma og ég er mjög ánægður með niðurstöðuna og þetta er spennandi verkefni," sagði Björgvin Páll Gústavsson markvörður íslenska landsliðsins í handbolta í dag við Vísi í Sevilla. Björgvin hefur samið við þýska B-deildarfélagið Bergischer HC og mun hann leika með liðinu frá og með næsta tímabili.

Bergischer HC er samsett úr gömlu liðunum Wuppertal og Solninger. Liðið féll úr efstu deild í fyrra og ætlar sér beint upp í efstu deild aftur. Ég skrifa undir með það sem fyrirvara að liðið fari upp og ég hef ekki trú á öðru en að það gerist."

Björgvin telur að hann eigi eftir að eflast sem markvörður með þessum vistaskiptum. „Ég hef verið að spila um 5ö% ef þeim mínútum sem eru í boði hjá Magdeburg. Það er ekki nóg fyrir mig ef ég ætla mér að verða betri. Ég á bestu árin eftir og markverðir ná oftast að toppa sig rétt eftir þrítugt. Ég á enn nokkur ár í það og þetta er skref sem ég vildi taka," sagði Björgvin en hann verður 28 ára í maí á þessu ári.

„Forsvarsmenn liðsins ætla sér stóra hluti á næstu misserum og það verður gaman að fá að taka þátt í þessu," bætti Björgvin við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×