Heiðari létt vegna niðurstöðunnar - Seðlabankinn ósáttur Jón Hákon Halldórsson skrifar 10. maí 2012 16:19 „Þetta er ákveðinn léttir en ég átti ekki von á annarri niðurstöðu," segir Heiðar Már Guðjónsson fjárfestir um niðurstöðu sérstaks saksóknara og ríkissakóknara um að fella niður mál gegn honum. „Mér finnst þetta hryggilegt fyrir seðlabankann því það kemur í ljós að hans aðfinnslur að mínum málum eru algjörlega tilefnislausar," bætir Heiðar Már við. Heiðar Már segist aldrei hafa skilið út á hvað umrætt mál gekk en mestu máli skipti sé að nú hafi sérstakur saksóknari og ríkissaksóknari látið málið niður falla. Hann vonast til að hann geti haldið áfram að stunda viðskipti en segist lítið hafa getað aðhafst síðan rannsókn málsins hófst. „Það er ekkert grín ef seðlabanki einhversstaðar sakar mann um misferli. Seðlabankar eru þannig stofnanir að þær njóta óskoraðs trausts. Það er mjög erfitt fyrir einstaklinga að eiga við seðlabanka. Í þessu tilfelli var ég einhvern veginn dæmdur fyrir fram vegna þess að seðlabanki lands var að segja að ég hefði brotið af mér," segir Heiðar Már í viðtali. Í yfirlýsingu sem Seðlabankinn hefur sent frá sér segir að bankinn fallist ekki á rökstuðning fyrir afstöðu embættis ríkissaksóknara og hefur óskað eftir fundi með ríkissaksóknara þar sem farið verður yfir málið. Það er afstaða Seðlabankans að fullt tilefni hafi verið til að vísa málunum til lögreglu. Yfirlýsing Seðlabankans hljóðar svo í heild: „Í nóvember 2010 vísaði gjaldeyriseftirlit Seðlabanka Íslands til efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra 4 málum sem vörðuðu skuldabréfaútgáfur sem grunur lék á að færu í bága við ákvæði reglna sem Seðlabanki Íslands hafði sett um gjaldeyrismál. Í september 2011 var efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjórans lögð niður og málin færðust til embættis sérstaks saksóknara. Í febrúar 2012 tók embætti sérstaks saksóknara ákvörðun um að hætta rannsókn málanna meðal annars vegna erfiðleika við að afla sönnunargagna erlendis frá. Seðlabankinn kærði þá ákvörðun til ríkissaksóknara. Ríkissaksóknari hefur nú tekið afstöðu í málinu og staðfest ákvörðun sérstaks saksóknara. Seðlabankinn fellst ekki á rökstuðning fyrir afstöðu embættis ríkissaksóknara og hefur óskað eftir fundi með ríkissaksóknara þar sem farið verður yfir málið. Það er afstaða Seðlabankans að fullt tilefni hafi verið til að vísa málunum til lögreglu." Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira
„Þetta er ákveðinn léttir en ég átti ekki von á annarri niðurstöðu," segir Heiðar Már Guðjónsson fjárfestir um niðurstöðu sérstaks saksóknara og ríkissakóknara um að fella niður mál gegn honum. „Mér finnst þetta hryggilegt fyrir seðlabankann því það kemur í ljós að hans aðfinnslur að mínum málum eru algjörlega tilefnislausar," bætir Heiðar Már við. Heiðar Már segist aldrei hafa skilið út á hvað umrætt mál gekk en mestu máli skipti sé að nú hafi sérstakur saksóknari og ríkissaksóknari látið málið niður falla. Hann vonast til að hann geti haldið áfram að stunda viðskipti en segist lítið hafa getað aðhafst síðan rannsókn málsins hófst. „Það er ekkert grín ef seðlabanki einhversstaðar sakar mann um misferli. Seðlabankar eru þannig stofnanir að þær njóta óskoraðs trausts. Það er mjög erfitt fyrir einstaklinga að eiga við seðlabanka. Í þessu tilfelli var ég einhvern veginn dæmdur fyrir fram vegna þess að seðlabanki lands var að segja að ég hefði brotið af mér," segir Heiðar Már í viðtali. Í yfirlýsingu sem Seðlabankinn hefur sent frá sér segir að bankinn fallist ekki á rökstuðning fyrir afstöðu embættis ríkissaksóknara og hefur óskað eftir fundi með ríkissaksóknara þar sem farið verður yfir málið. Það er afstaða Seðlabankans að fullt tilefni hafi verið til að vísa málunum til lögreglu. Yfirlýsing Seðlabankans hljóðar svo í heild: „Í nóvember 2010 vísaði gjaldeyriseftirlit Seðlabanka Íslands til efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra 4 málum sem vörðuðu skuldabréfaútgáfur sem grunur lék á að færu í bága við ákvæði reglna sem Seðlabanki Íslands hafði sett um gjaldeyrismál. Í september 2011 var efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjórans lögð niður og málin færðust til embættis sérstaks saksóknara. Í febrúar 2012 tók embætti sérstaks saksóknara ákvörðun um að hætta rannsókn málanna meðal annars vegna erfiðleika við að afla sönnunargagna erlendis frá. Seðlabankinn kærði þá ákvörðun til ríkissaksóknara. Ríkissaksóknari hefur nú tekið afstöðu í málinu og staðfest ákvörðun sérstaks saksóknara. Seðlabankinn fellst ekki á rökstuðning fyrir afstöðu embættis ríkissaksóknara og hefur óskað eftir fundi með ríkissaksóknara þar sem farið verður yfir málið. Það er afstaða Seðlabankans að fullt tilefni hafi verið til að vísa málunum til lögreglu."
Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira