Viðskipti innlent

Jóhannes Jónsson snýr aftur með nýjar verslanir

Jóhannes Jónsson, kaupmaður.
Jóhannes Jónsson, kaupmaður.
Jóhannes Jónsson, kaupmaður sem oftast er kenndur við Bónus, ætlar sér að opna verslanir hér á landi síðsumars ásamt Malcolm Walker, forstjóra og stærsta eiganda bresku verslunarkeðjunnar Iceland. Frá þessu er greint í Viðskiptablaðinu í dag.

„Það lá alltaf í loftinu að koma til baka eftir að mér var bolað út," segir Jóhannes í viðtali við Viðskiptablaðið, en Jóhannes var áður stærsti eigandi Bónus og Hagkaupa í gegnum Haga, ásamt syni sínum, Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, og fjölskyldu.

Viðskiptablaðið náði tali af Malcolm Walker sem staðfesti að til standi að opna verslun á Íslandi í samstarfi við Jóhannes. Heimildir Viðskiptablaðsins herma að fyrsta verslunin verði opnuð 17. júní.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×