Viðskipti erlent

Flugfélög slást um Kínaflugið

Bandarísk flugfélög eiga þessa dagana í samkeppni um flugleiðis sem úthluta á milli Bandaríkjanna og Kína.
Bandarísk flugfélög eiga þessa dagana í samkeppni um flugleiðis sem úthluta á milli Bandaríkjanna og Kína. Fréttablaðið/AP

Nokkur bandarísk flugfélög hafa sótt um heimild til beins flugs milli Bandaríkjanna og Kína. Samgönguráðuneyti Bandaríkjanna fer nú yfir umsóknir og útdeilir leyfum, að því greint er frá í Bandarískum fjölmiðlum.

Um nokkrar flugleiðir er að ræða, eitt flug á að hefjast á þessu ári, annað á næsta og fjórar nýjar flugleiðir árið 2009.



Þrjú helstu flugfélög Bandaríkjanna keppa til að mynda um flug sem heimila á í mars árið 2009, en það eru American Airlines, dótturfélag AMA Corporation sem FL Group hefur fjárfest í, Conitnental Airlines og US Airways. Flugleiðirnar opnast samkvæmt margra ára samkomulagi stjórnvöld í Bandaríkjunum og Kína vinna að. Flugfélög í Bandaríkjunum vilja ólm sinna ört vaxandi markaði í Kína, en verða sökum samninga þjóðanna að sækja um leyfi til flugsins til ráðuneytisins.



American Airlines sækir um flug milli Chicago og Peking, Continental vill fljúga milli Newark og Sjanghæ og US Airways frá Philadelphiu til Peking.

Í frétt Dow Jones fréttaveitunnar er í gær haft eftir talsmanni bandaríska samgönguráðuneytisins að á á næstu sex árum muni tekjur af daglegum flugleiðum milli Kína og Bandaríkjanna skila flugiðnaðinum þar í landi allt að fimm milljörðum Bandaríkjadala í tekjur, eða sem nemur 300 milljörðum íslenskra króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×