Lífið

Fjórða Jurrasic Park myndin á leiðinni

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Sam Neill fór með aðalhlutverkið í fyrstu þremur Jurrasic Park.
Sam Neill fór með aðalhlutverkið í fyrstu þremur Jurrasic Park. Mynd/AP
Aðdáendur Jurassic Park myndanna geta tekið gleði sína því kvikmyndafyrirtækið Universal hefur staðfest að fjórða myndin um Júragarðinn muni verða frumsýnd í júní 2015. Það er Colin Trevorrow sem mun leikstýra myndinni.

Steven Spielberg, sem leikstýrði fyrstu tveimur myndunum um ævintýri Dr. Alan Grant, mun framleiða myndina. Ekki hefur verið gefið upp hverjir muni fara með aðalhlutverkin í nýjustu myndinni. Sam Neill lék aðalhlutverkið í fyrstu þremur myndunum.

Colin Trevorrow er frekar óreyndur leiksstjóri en vakti athygli fyrir myndina Safety Not Guaranteed sem kom út á síðasta ári. Fjórða myndin um Júragarðinn verður fyrsta stóra myndin sem Trevorrow leikstýrir.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.