Viðskipti innlent

590 reyndu að panta sér einstakt nammitilboð Iceland 1. apríl

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
590 fengu þessi skilaboð á vef Iceland þegar þeir reyndu að fá kíló af sælgæti úr nammibar Iceland sent heim að dyrum á þúsund krónur.
590 fengu þessi skilaboð á vef Iceland þegar þeir reyndu að fá kíló af sælgæti úr nammibar Iceland sent heim að dyrum á þúsund krónur.

Tæplega sex hundruð manns hlupu apríl í gabbi sem Vísir og verslunarkeðjan Iceland stóðu fyrir í dag. Í frétt sem birtist á Vísi í morgun var greint frá því að Iceland hefði ákveðið að bjóða viðskiptavinum sínum upp á heimsent sælgæti úr nammibarnum.

Sökum kórónuveirufaraldursins hefur Iceland líkt og fleiri verslanir lokað öllum nammibörum í forvarnarskyni. Var sagt frá því að þó nokkrir viðskiptavinir hefðu lýst yfir vonbrigðum með lokun nammibaranna. Auk þess sæti Iceland uppi með hálft tonn af nammi á lager sem selt yrði á einstökum afslætti. Kíló á þúsundkall sent heim að dyrum.

Klukkan 17 höfðu 590 manns fylgt tengli á heimasíðu Iceland til að ganga frá pöntuninni. Þar biðu skilaboð þess efnis að viðkomandi hefði hlaupið apríl. Í samkomubanni þykir ekki ráðlegt að láta fólk safnast saman svo ákveðið var að hafa aprílgabbið í ár rafrænt.

Nokkrir lesendur Vísis áttuðu sig greinilega á að um gabb væri að ræða en tóku þátt í leiknum. Sögðust nokkrir í athugasemdum hafa gert kjarakaup, keypt nokkur kíló og væru hæstánægðir með viðskiptin.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
5,73
111
34.688
ICESEA
3,82
20
117.821
VIS
1,27
11
414.690
HAGA
1,02
3
49.494
ARION
1,02
6
73.807

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
TM
-2,79
4
34.587
MAREL
-1,97
33
439.650
BRIM
-1,23
5
41.334
KVIKA
-0,33
4
43.898
EIM
0
1
158
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.