Eyfirðingar í eina sæng 7. janúar 2005 00:01 Sameiningarnefnd, sem félagsmálaráðherra skipaði í desember 2003, lagði til sl. haust að kosið yrði um sameiningu í 80 sveitarfélögum 23. apríl næstkomandi. Sveitarfélögin eiga að senda sameiningarnefndinni tillögur um sameiningarkosti á hverju svæði fyrir sig í næstu viku. Það er svo sameiningarnefndarinnar að meta hvaða kosti almenningi verði boðið að kjósa um og er nefndin ekki bundin vilja sveitarfélaganna í þeim efnum. Bæjaryfirvöld á Akureyri, Siglufirði og í Dalvíkurbyggð hafa gefið upp að þau vilji að kosið verði um sameiningu allra sveitarfélaganna tíu við Eyjafjörð en þau eru: Siglufjarðarkaupstaður, Ólafsfjarðarbær, Dalvíkurbyggð, Grímseyjarhreppur, Arnarneshreppur, Hörgárbyggð, Akureyrarbær, Eyjafjarðarsveit, Svalbarðsstrandarhreppur og Grýtubakkahreppur. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru líkur á að meirihluti sveitarstjórnarmanna í a.m.k. sex sveitarfélaganna sé fylgjandi því að kosið verði um sameiningu í eitt sveitarfélag. Slík sameining á hins vegar minna fylgi á meðal sveitarstjórnarmanna í Grýtubakkahreppi, Svalbarðsstrandarhreppi, Hörgárbyggð og Eyjafjarðarsveit og hefur sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar lýst því yfir að sameining allra tíu sé ótímabær. Afstaða Eyjafjarðarsveitar Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar telur ekki að fram séu komin nægilega góð rök sem mæla eindregið með sameiningu sveitarfélagsins við önnur á svæðinu. Verði kosið um sameiningu á svæðinu á annað borð þá er það mat sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar að einungis eigi að kjósa um sameiningu Arnarneshrepps, Hörgárbyggðar, Akureyrar, Eyjafjarðarsveitar, Svalbarðsstrandarhrepps og Grýtubakkahrepps. Af sveitarfélögunum tíu, í og við Eyjafjörð, standa þá eftir: Dalvíkurbyggð, Grímseyjarhreppur, Ólafsfjarðarbær og Siglufjarðarkaupstaður. Þar með er alls ekki sagt að sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar sé andvíg sameiningu allra sveitarfélaganna tíu. Sveitarstjórninni finnst hins vegar enn skorta rökstuðning til að réttlæta slíka sameiningu. Í bókun sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar um sameiningarmálin segir meðal annars: "Í Ólafsfirði og Dalvíkurbyggð er við þann byggðavanda að etja sem ekki getur verið sanngjarnt að velta á nágrannasveitarfélög með sameiningu, þar hlýtur ríkisvaldið að þurfa að leggja sitt af mörkum til úrlausnar vandans." Hólmgeir Karlsson, oddviti sveitarstjórnar Eyjafjarðar, segir að þarna sé átt við að á undanförnum árum hafi átt sér stað fólksfækkun í byggðarlögunum við utanverðan Eyjafjörð og sé fækkunin farin að hafa áhrif á fjárhagsstöðu þessara sveitarfélaga. Segir hann að það sé ekki verkefni sveitarfélaganna að leysa þann vanda, ein og óstudd, heldur eigi ríkisvaldið að koma að málinu. "Verði það vilji sameiningarnefndar að kosið verði um sameiningu allra 10 sveitarfélaganna á svæðinu þá væntum við rökstuðnings með slíkri tillögu. Ef okkur finnast rökin góð þá mun sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar mæla með sameiningu allra sveitarfélaganna á Eyjafjarðarsvæðinu," segir Hólmgeir Karlsson. Forsendur sameiningar Göng á milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar, um Héðinsfjörð, eru að mati sveitarstjórnarmanna á svæðinu frumforsenda sameiningar. Undir það er tekið í skýrslu um kosti og galla sameiningar sveitarfélaga við Eyjafjörð sem unnin var af Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri (RHA). Bæjarráð Akureyrar hefur þar að auki sett fram tvö önnur skilyrði fyrir sameiningunni. Bæði snúa þau að ríkisvaldinu og þau þarf að uppfylla áður en gengið verður til kosninga um sameiningu í apríl. Annað skilyrðið er yfirlýsing um að ekki komi til skerðingar úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga og hitt að samkomulag hafi náðst milli ríkisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga um verkefnatilfærslu og tekjustofna. Ef samþykkt verður að mynda eitt sveitarfélag á Eyjafjarðarsvæðinu verða íbúar þess 23 þúsund talsins. Þar með verður kominn sterkur landsbyggðarkjarni, til móts við höfuðborgarsvæðið, eins og hugur núverandi ríkisstjórnar stendur til. Um 70% íbúa þess sveitarfélags munu búa á Akureyri. Fjárhagslegur ávinningur Í skýrslu RHA er gert ráð fyrir töluverðum fjárhagslegum ávinningi með sameiningu vegna sparnaðar í stjórnsýslu. Í stað átta bæjar- og sveitarstjóra, auk tveggja starfandi oddvita, verður einn bæjarstjóri. Í stað 68 sveitarstjórnamanna er gert ráð fyrir 15 manna bæjarstjórn og nefndarsætum mun fækka um 350, svo dæmi séu tekin. Stjórnsýslan verður að mestu leyti staðsett á Akureyri en gert er ráð fyrir að einhver hluti hennar verði í þéttbýliskjörnunum við utanverðan Eyjafjörð. Íbúar sveitarfélaganna tíu munu verða mismunandi mikið varir við breytingar, verði af sameiningu. Þjónustustigið er hæst á Akureyri og munu Akureyringar finna fyrir litlum breytingum. RHA gerir ráð fyrir að þjónusta við íbúa hinna sveitarfélaganna muni aukast og ýmsar gjaldskrár þar lækka. Engu að síður telur RHA að ávinningur Akureyringa sé töluverður, ekki síst í formi aukins landrýmis. Í skýrslu RHA er gert ráð fyrir árlegum sparnaði upp á 80 milljónir króna en á móti kemur töluverður kostnaður í upphafi vegna sameiningarinnar. Skuldastaðan misjöfn Í viðhorfskönnun sem RHA gerði á meðal íbúa sveitarfélaganna kemur fram að mikill meirihluti telur sig eiga mikla eða nokkra samleið með íbúum Akureyrar; frá 67% og upp í 95% eftir sveitarfélögum. Sameinað sveitarfélag myndi taka við öllum eignum og skuldum sveitarfélaganna tíu. Erfitt er hins vegar að meta til fulls fjárhagsstöðu sveitarfélaganna þar sem bókfærðar eignir kunna að vera aðrar en markaðsverð þeirra. Að teknu tilliti til eigna og skulda stóð Arnarneshreppur best í árslok 2003 með eign upp á rúmlega 797 þúsund krónur á íbúa umfram skuldir. Þar á eftir kom Svalbarðsstrandarhreppur með 733 þúsund, Grýtubakkahreppur með 685 þúsund og Akureyri með 445 þúsund. Hrísey, sem nú hefur sameinast Akureyri, stóð langverst með neikvætt eigið fé upp á 96 þúsund á hvern íbúa. Ríkisstjórnin hefur lýst yfir vilja til að byggja upp Eyjafjarðarsvæðið, Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri segir svæðið sterkara sem heild og sveitarstjórnarmenn í a.m.k. sex sveitarfélögum á svæðinu, með yfir 90% íbúa svæðisins að baki sér, vilja að kosið verði um sameiningu allra 10 sveitarfélaganna að uppfylltum þremur skilyrðum. Flest rök hníga að því að sameiningarnefndin muni telja kosningu um sameiningu allra tíu sveitarfélaganna í og við Eyjafjörð mjög spennandi kost. Fréttir Innlent Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Sameiningarnefnd, sem félagsmálaráðherra skipaði í desember 2003, lagði til sl. haust að kosið yrði um sameiningu í 80 sveitarfélögum 23. apríl næstkomandi. Sveitarfélögin eiga að senda sameiningarnefndinni tillögur um sameiningarkosti á hverju svæði fyrir sig í næstu viku. Það er svo sameiningarnefndarinnar að meta hvaða kosti almenningi verði boðið að kjósa um og er nefndin ekki bundin vilja sveitarfélaganna í þeim efnum. Bæjaryfirvöld á Akureyri, Siglufirði og í Dalvíkurbyggð hafa gefið upp að þau vilji að kosið verði um sameiningu allra sveitarfélaganna tíu við Eyjafjörð en þau eru: Siglufjarðarkaupstaður, Ólafsfjarðarbær, Dalvíkurbyggð, Grímseyjarhreppur, Arnarneshreppur, Hörgárbyggð, Akureyrarbær, Eyjafjarðarsveit, Svalbarðsstrandarhreppur og Grýtubakkahreppur. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru líkur á að meirihluti sveitarstjórnarmanna í a.m.k. sex sveitarfélaganna sé fylgjandi því að kosið verði um sameiningu í eitt sveitarfélag. Slík sameining á hins vegar minna fylgi á meðal sveitarstjórnarmanna í Grýtubakkahreppi, Svalbarðsstrandarhreppi, Hörgárbyggð og Eyjafjarðarsveit og hefur sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar lýst því yfir að sameining allra tíu sé ótímabær. Afstaða Eyjafjarðarsveitar Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar telur ekki að fram séu komin nægilega góð rök sem mæla eindregið með sameiningu sveitarfélagsins við önnur á svæðinu. Verði kosið um sameiningu á svæðinu á annað borð þá er það mat sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar að einungis eigi að kjósa um sameiningu Arnarneshrepps, Hörgárbyggðar, Akureyrar, Eyjafjarðarsveitar, Svalbarðsstrandarhrepps og Grýtubakkahrepps. Af sveitarfélögunum tíu, í og við Eyjafjörð, standa þá eftir: Dalvíkurbyggð, Grímseyjarhreppur, Ólafsfjarðarbær og Siglufjarðarkaupstaður. Þar með er alls ekki sagt að sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar sé andvíg sameiningu allra sveitarfélaganna tíu. Sveitarstjórninni finnst hins vegar enn skorta rökstuðning til að réttlæta slíka sameiningu. Í bókun sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar um sameiningarmálin segir meðal annars: "Í Ólafsfirði og Dalvíkurbyggð er við þann byggðavanda að etja sem ekki getur verið sanngjarnt að velta á nágrannasveitarfélög með sameiningu, þar hlýtur ríkisvaldið að þurfa að leggja sitt af mörkum til úrlausnar vandans." Hólmgeir Karlsson, oddviti sveitarstjórnar Eyjafjarðar, segir að þarna sé átt við að á undanförnum árum hafi átt sér stað fólksfækkun í byggðarlögunum við utanverðan Eyjafjörð og sé fækkunin farin að hafa áhrif á fjárhagsstöðu þessara sveitarfélaga. Segir hann að það sé ekki verkefni sveitarfélaganna að leysa þann vanda, ein og óstudd, heldur eigi ríkisvaldið að koma að málinu. "Verði það vilji sameiningarnefndar að kosið verði um sameiningu allra 10 sveitarfélaganna á svæðinu þá væntum við rökstuðnings með slíkri tillögu. Ef okkur finnast rökin góð þá mun sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar mæla með sameiningu allra sveitarfélaganna á Eyjafjarðarsvæðinu," segir Hólmgeir Karlsson. Forsendur sameiningar Göng á milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar, um Héðinsfjörð, eru að mati sveitarstjórnarmanna á svæðinu frumforsenda sameiningar. Undir það er tekið í skýrslu um kosti og galla sameiningar sveitarfélaga við Eyjafjörð sem unnin var af Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri (RHA). Bæjarráð Akureyrar hefur þar að auki sett fram tvö önnur skilyrði fyrir sameiningunni. Bæði snúa þau að ríkisvaldinu og þau þarf að uppfylla áður en gengið verður til kosninga um sameiningu í apríl. Annað skilyrðið er yfirlýsing um að ekki komi til skerðingar úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga og hitt að samkomulag hafi náðst milli ríkisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga um verkefnatilfærslu og tekjustofna. Ef samþykkt verður að mynda eitt sveitarfélag á Eyjafjarðarsvæðinu verða íbúar þess 23 þúsund talsins. Þar með verður kominn sterkur landsbyggðarkjarni, til móts við höfuðborgarsvæðið, eins og hugur núverandi ríkisstjórnar stendur til. Um 70% íbúa þess sveitarfélags munu búa á Akureyri. Fjárhagslegur ávinningur Í skýrslu RHA er gert ráð fyrir töluverðum fjárhagslegum ávinningi með sameiningu vegna sparnaðar í stjórnsýslu. Í stað átta bæjar- og sveitarstjóra, auk tveggja starfandi oddvita, verður einn bæjarstjóri. Í stað 68 sveitarstjórnamanna er gert ráð fyrir 15 manna bæjarstjórn og nefndarsætum mun fækka um 350, svo dæmi séu tekin. Stjórnsýslan verður að mestu leyti staðsett á Akureyri en gert er ráð fyrir að einhver hluti hennar verði í þéttbýliskjörnunum við utanverðan Eyjafjörð. Íbúar sveitarfélaganna tíu munu verða mismunandi mikið varir við breytingar, verði af sameiningu. Þjónustustigið er hæst á Akureyri og munu Akureyringar finna fyrir litlum breytingum. RHA gerir ráð fyrir að þjónusta við íbúa hinna sveitarfélaganna muni aukast og ýmsar gjaldskrár þar lækka. Engu að síður telur RHA að ávinningur Akureyringa sé töluverður, ekki síst í formi aukins landrýmis. Í skýrslu RHA er gert ráð fyrir árlegum sparnaði upp á 80 milljónir króna en á móti kemur töluverður kostnaður í upphafi vegna sameiningarinnar. Skuldastaðan misjöfn Í viðhorfskönnun sem RHA gerði á meðal íbúa sveitarfélaganna kemur fram að mikill meirihluti telur sig eiga mikla eða nokkra samleið með íbúum Akureyrar; frá 67% og upp í 95% eftir sveitarfélögum. Sameinað sveitarfélag myndi taka við öllum eignum og skuldum sveitarfélaganna tíu. Erfitt er hins vegar að meta til fulls fjárhagsstöðu sveitarfélaganna þar sem bókfærðar eignir kunna að vera aðrar en markaðsverð þeirra. Að teknu tilliti til eigna og skulda stóð Arnarneshreppur best í árslok 2003 með eign upp á rúmlega 797 þúsund krónur á íbúa umfram skuldir. Þar á eftir kom Svalbarðsstrandarhreppur með 733 þúsund, Grýtubakkahreppur með 685 þúsund og Akureyri með 445 þúsund. Hrísey, sem nú hefur sameinast Akureyri, stóð langverst með neikvætt eigið fé upp á 96 þúsund á hvern íbúa. Ríkisstjórnin hefur lýst yfir vilja til að byggja upp Eyjafjarðarsvæðið, Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri segir svæðið sterkara sem heild og sveitarstjórnarmenn í a.m.k. sex sveitarfélögum á svæðinu, með yfir 90% íbúa svæðisins að baki sér, vilja að kosið verði um sameiningu allra 10 sveitarfélaganna að uppfylltum þremur skilyrðum. Flest rök hníga að því að sameiningarnefndin muni telja kosningu um sameiningu allra tíu sveitarfélaganna í og við Eyjafjörð mjög spennandi kost.
Fréttir Innlent Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira