ESA gagnrýnir áfengissöluna í Fríhöfninni, aftur Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. apríl 2020 10:33 Íslensk stjórnvöld verða að breyta því hvernig áfengi er valið í Fríhöfnina að mati ESA. Kerfið sem stuðst er við þegar velja á áfengi til sölu í fríhöfn Leifs Eiríkssonar er ógagnsætt. Íslensk stjórnvöld verði að tryggja að þetta kerfi sé án mismununar þannig að jafnræði sé mili birgja og neytendur geti gengið að auknu vöruúrvali. Niðurstaða rökkstudd álits sem ESA, eftirlitsstofnun EFTA, gaf út í dag er á þá leið að smásala áfengis í Fríhöfninni samræmist þannig ekki EES-samningnum. Íslenskum stjórnvöldum gefast þrír mánuðir til að bæta úr málum en ESA hefur áður ávítt stjórnvöld fyrir áfengissölufyrirkomulagið í Fríhöfninni. Forsagan er sú að ESA barst kvörtun árið 2016 frá íslenskum áfengisinnflytjanda sem sagði að Fríhöfnin hefði ekki tekið upp neinar hlutlægar eða gegnsæjar reglur um innkaup. Reglurnar virtust handahófskenndar og þar af leiðandi hefði fyrirtækið ekki getað komið vörum sínum í hillur Fríhafnarinnar. Niðurstaða ESA var sú að sala áfengis í verslunum Fríhafnarinnar bryti í bága við EES-samninginn, nánar tiltekið 16. grein samningsins. Í raun væri ríkiseinokun í Fríhöfninni og hefði ekki tekið upp gegnsæjar reglur sem tryggðu að engum heildsölum væri mismunað í tengslum við innkaup og vöruúrval. Ísland hefur fallist á að fyrirkomulag við smásölu áfengis í Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli sé ríkiseinkasala. Íslandi ber þess vegna að sögn ESA að tryggja að vöruvalskerfið sé i samræmi við EES-reglur. ESA bendir líka á það að markaðssetning og auglýsing á áfengum drykkjum verði að vera óhlutdræg og án mismununar. Vöruvalskerfi sem samræmist EES-reglum er ætlað að tryggja aukið vöruúrval fyrir neytendur og jafnræði milli birgja, sem fyrr segir gerir vöruvalskerfi Fríhafnarinnar það ekki. ESA sendi formlegt áminningarbréf til Íslands í nóvember 2018. Þrátt fyrir að liðið sé rúmlega eitt og hálft ár hafa íslensk stjórnvöld ekki gert nauðsynlegar breytingar að mati ESA. Þess vegna gaf ESA út í dag rökstutt álit þar sem Íslandi eru gefnir þrír mánuðir til að fullnægja kröfum EES-réttar. Rökstutt álit er annað skrefið í meðferð samningsbrotamáls. ESA getur vísað málinu til EFTA-dómstólsins bregðist íslensk stjórnvöld ekki við með fullnægjandi hætti. Keflavíkurflugvöllur Áfengi og tóbak Samkeppnismál Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Kerfið sem stuðst er við þegar velja á áfengi til sölu í fríhöfn Leifs Eiríkssonar er ógagnsætt. Íslensk stjórnvöld verði að tryggja að þetta kerfi sé án mismununar þannig að jafnræði sé mili birgja og neytendur geti gengið að auknu vöruúrvali. Niðurstaða rökkstudd álits sem ESA, eftirlitsstofnun EFTA, gaf út í dag er á þá leið að smásala áfengis í Fríhöfninni samræmist þannig ekki EES-samningnum. Íslenskum stjórnvöldum gefast þrír mánuðir til að bæta úr málum en ESA hefur áður ávítt stjórnvöld fyrir áfengissölufyrirkomulagið í Fríhöfninni. Forsagan er sú að ESA barst kvörtun árið 2016 frá íslenskum áfengisinnflytjanda sem sagði að Fríhöfnin hefði ekki tekið upp neinar hlutlægar eða gegnsæjar reglur um innkaup. Reglurnar virtust handahófskenndar og þar af leiðandi hefði fyrirtækið ekki getað komið vörum sínum í hillur Fríhafnarinnar. Niðurstaða ESA var sú að sala áfengis í verslunum Fríhafnarinnar bryti í bága við EES-samninginn, nánar tiltekið 16. grein samningsins. Í raun væri ríkiseinokun í Fríhöfninni og hefði ekki tekið upp gegnsæjar reglur sem tryggðu að engum heildsölum væri mismunað í tengslum við innkaup og vöruúrval. Ísland hefur fallist á að fyrirkomulag við smásölu áfengis í Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli sé ríkiseinkasala. Íslandi ber þess vegna að sögn ESA að tryggja að vöruvalskerfið sé i samræmi við EES-reglur. ESA bendir líka á það að markaðssetning og auglýsing á áfengum drykkjum verði að vera óhlutdræg og án mismununar. Vöruvalskerfi sem samræmist EES-reglum er ætlað að tryggja aukið vöruúrval fyrir neytendur og jafnræði milli birgja, sem fyrr segir gerir vöruvalskerfi Fríhafnarinnar það ekki. ESA sendi formlegt áminningarbréf til Íslands í nóvember 2018. Þrátt fyrir að liðið sé rúmlega eitt og hálft ár hafa íslensk stjórnvöld ekki gert nauðsynlegar breytingar að mati ESA. Þess vegna gaf ESA út í dag rökstutt álit þar sem Íslandi eru gefnir þrír mánuðir til að fullnægja kröfum EES-réttar. Rökstutt álit er annað skrefið í meðferð samningsbrotamáls. ESA getur vísað málinu til EFTA-dómstólsins bregðist íslensk stjórnvöld ekki við með fullnægjandi hætti.
Keflavíkurflugvöllur Áfengi og tóbak Samkeppnismál Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira