Handbolti

EM kvenna: Keppni lokið í C og D riðlum

Elvar Geir Magnússon skrifar
Svíþjóð vann C-riðil en Þýskaland er úr leik.
Svíþjóð vann C-riðil en Þýskaland er úr leik.

Nú í kvöld lauk keppni í C og D riðlum Evrópumóts kvenna í handbolta. Svíþjóð vann C-riðilinn örugglega en liðið vann Holland 25-18 í lokaumferðinni í kvöld.

Í hinum leik riðilsins urðu aldeilis óvænt úrslit. Úkraína þurfti að vinna Þýskaland með átta marka mun til að komast áfram og fáir sem bjuggust við því að það myndi takast. En Úkraína vann magnaðan sigur 33-23.

Þýskaland er því úr leik en Svíþjóð tekur fjögur stig með sér í milliriðil, Holland tvö en Úkraína ekkert.

C-riðill:

1. Svíþjóð 6 stig

2. Holland 2 stig

3. Úkraína 2 stig

4. Þýskaland 2 stig

Í D-riðlinum vann Frakkland tíu marka sigur á Slóveníu sem er því á heimleið, úrslitin 29-19. Noregur burstaði Ungverjaland 34-13.

Noregur fer með fjögur stig í milliriðil, Ungverjaland tvö en Frakkland ekkert.

D-riðill:

1. Noregur 6 stig

2. Ungverjaland 4 stig

3. Frakkland 2 stig

4. Slóvenía 0 stig






Fleiri fréttir

Sjá meira


×