Handbolti

Hrafnhildur: Ætlum að gera betur gegn Rússum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hrafnhildur Ósk Skúladóttir segir að stemningin í íslenska landsliðinu er betri nú en eftir fyrsta leikinn á EM í handbolta sem fer nú fram í Noregi og Danmörku.

Ísland hefur tapað fyrstu tveimur leikjum sínum á mótinu en átti betri dag gegn Svartfellingum í gær en í fyrsta leiknum gegn Króatíu.

„Stemningin er betri nú en eftir fyrsta leikinn. Við erum sáttari en aftur á móti er fúlt að við skulum ekki hafa verið betur inn í leiknum. Við gátum gert betur, nýtt færin okkar og haft meiri spennu í leiknum í stað þess að þurfa að elta allan tímann," sagði Hrafnhildur við Vísi í dag.

„Næst fáum við stórt verkefni en þá mætum við heimsmeisturum Rússa. Við stefnum á að gera betur í þeim leik. Það er ýmislegt sem við getum lagað, til dæmis getum við verið aðeins grimmari í vörninni og brotið meira á andstæðningnum. Við ætlum að reyna að koma sem mest á óvart."

Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×