Birtingarmynd kerfisins stjórnarmaðurinn skrifar 13. júlí 2016 11:00 Samkeppniseftirlitið hefur eins og kunnugt er sektað Mjólkursamsöluna um 480 milljónir króna vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu. Með einföldun má segja að MS hafi selt keppinautum á borð við Örnu, Mjólku og Kú mjólk á uppsprengdu verði, en undirverðlagt mjólkina til eigin framleiðsludeildar og í endursölu til Kaupfélags Skagfirðinga. KS er einmitt annar tveggja eigenda MS. Hinn er Auðhumla, samvinnufélag í eigu kúabænda. Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins staðfestir það sem lengi hefur verið almannarómur. Mjólkursamsalan hefur um áraraðir gert keppinautum lífið leitt og markvisst reynt að keyra þá í þrot. Sagan af Mjólku og mörgum öðrum, sem þurft hafa að leggja upp laupana meðal annars vegna háttsemi MS er staðfesting á því. Mjólkursamsalan hefur reynt að kæfa alla samkeppni í fæðingu með tilheyrandi tilkostnaði fyrir neytendur, sem greiða eitt hæsta verð fyrir mjólkurvörur sem fyrirfinnst á byggðu bóli. Því er það sem olía á eldinn að heyra forstjórann staðhæfa að öllum fjárhagslegum skakkaföllum sem til falla vegna ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins verði velt yfir á neytendur. Félög eins Mjólkursamsalan eiga ekki raunverulega eigendur, þau verða ríki í ríkinu og valdastöðvar fyrir stjórnendurna. Bréf í slíkum félögum ganga almennt ekki kaupum og sölum, stjórnendurnir eiga ekki beina fjárhagslega hagsmuni undir (að öðru leyti en sinn mánaðarlega launatékka) og tilvist þeirra fer því oft að snúast um eitthvað allt annað en það sem telja má hefðbundin viðskipti. Mál Mjólkursamsölunnar er rakið dæmi um slíkt. Augljóst er jafnframt að bændur una hag sínum ekki vel í núverandi kerfi. Fjárhagsleg kjör bænda eru almennt slæm og gríðarleg sóun innbyggð í kerfið. Þeir bænda sem hafa trú á eigin getu hljóta að fagna hugmyndum um að ríkisstyrkjum til landbúnaðar verði hætt, eða þeir að minnsta kosti skrúfaðir niður til mikilla muna. Dæmi frá öðrum löndum sýna að greinin þyrfti ekki að kvíða slíkum breytingum til lengri tíma litið. Núverandi fyrirkomulag á nú að festa enn frekar í sessi með búvörusamningum sem liggja fyrir Alþingi. Undarlegt er að flokkar sem kenna sig við frjáls viðskipti íhugi eina sekúndu að veita slíku helsismáli framgöngu.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Samkeppniseftirlitið hefur eins og kunnugt er sektað Mjólkursamsöluna um 480 milljónir króna vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu. Með einföldun má segja að MS hafi selt keppinautum á borð við Örnu, Mjólku og Kú mjólk á uppsprengdu verði, en undirverðlagt mjólkina til eigin framleiðsludeildar og í endursölu til Kaupfélags Skagfirðinga. KS er einmitt annar tveggja eigenda MS. Hinn er Auðhumla, samvinnufélag í eigu kúabænda. Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins staðfestir það sem lengi hefur verið almannarómur. Mjólkursamsalan hefur um áraraðir gert keppinautum lífið leitt og markvisst reynt að keyra þá í þrot. Sagan af Mjólku og mörgum öðrum, sem þurft hafa að leggja upp laupana meðal annars vegna háttsemi MS er staðfesting á því. Mjólkursamsalan hefur reynt að kæfa alla samkeppni í fæðingu með tilheyrandi tilkostnaði fyrir neytendur, sem greiða eitt hæsta verð fyrir mjólkurvörur sem fyrirfinnst á byggðu bóli. Því er það sem olía á eldinn að heyra forstjórann staðhæfa að öllum fjárhagslegum skakkaföllum sem til falla vegna ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins verði velt yfir á neytendur. Félög eins Mjólkursamsalan eiga ekki raunverulega eigendur, þau verða ríki í ríkinu og valdastöðvar fyrir stjórnendurna. Bréf í slíkum félögum ganga almennt ekki kaupum og sölum, stjórnendurnir eiga ekki beina fjárhagslega hagsmuni undir (að öðru leyti en sinn mánaðarlega launatékka) og tilvist þeirra fer því oft að snúast um eitthvað allt annað en það sem telja má hefðbundin viðskipti. Mál Mjólkursamsölunnar er rakið dæmi um slíkt. Augljóst er jafnframt að bændur una hag sínum ekki vel í núverandi kerfi. Fjárhagsleg kjör bænda eru almennt slæm og gríðarleg sóun innbyggð í kerfið. Þeir bænda sem hafa trú á eigin getu hljóta að fagna hugmyndum um að ríkisstyrkjum til landbúnaðar verði hætt, eða þeir að minnsta kosti skrúfaðir niður til mikilla muna. Dæmi frá öðrum löndum sýna að greinin þyrfti ekki að kvíða slíkum breytingum til lengri tíma litið. Núverandi fyrirkomulag á nú að festa enn frekar í sessi með búvörusamningum sem liggja fyrir Alþingi. Undarlegt er að flokkar sem kenna sig við frjáls viðskipti íhugi eina sekúndu að veita slíku helsismáli framgöngu.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur