Segir áhyggjur yfir eignarhaldi skiljanlegar 26. mars 2017 13:21 Framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja segir skiljanlegt í ljósi sögunnar að almenningur hafi áhyggjur af eignarhaldi á íslenskum bönkum. Hins vegar búi Fjármálaeftirlitið yfir öflugum úrræðum og landsmenn þurfi á ákveðnum tímapunkti að byrja að treysta regluverkinu. Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, var meðal gesta Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Katrín var meðal annars spurð um kaup vogunarsjóða á tæplega 30 prósenta hlut í Arion banka. Hún sagði samtökin ekki hafa sérstaka skoðun á eignarhaldi á fjármálafyrirtækjum „En sem borgari í þessu landi og sem fyrrverandi Alþingismaður og allt það, þá finnst mér skipta mestu máli að við séum með regluverk sem sé í lagi. Það er að segja að við séum með regluverk sem að haldi það vel, að við þurfum ekki alltaf að hlaupa upp til handa og fóta þegar að hlutir skipta um eigendur,“ sagði Katrín. Hún sagði að frá hruni hefðu verið gerðar miklar breytingar á regluverkinu í kringum íslensk fjármálafyrirtæki. „Og það er orðið býsna gott og það hefur komið fram að það er meira að segja að mörgu leyti strangara en í Evrópu, en við erum líka búin að innleiða einhverjar 40 tilskipanir frá Evrópu um fjármálamarkaði. Hluti af því er til dæmis að Fjármálaeftirlitið er komið með geysilega öflug tæki til að grípa inn í.“ Nefndi Katrín meðal annars heimild Fjármálaeftirlitsins til að svipta eiganda í fjármálafyrirtæki atkvæðisrétt ef eftirlitið telur hann ekki hæfan. Þá sagði hún skiljanlegt í ljósi sögunnar að fólk hafi efasemdir um þá aðila sem nú hafa eignast hlut í Arion banka. „Ég mæli samt með því að fólk fari inn á Fme.is, og þar er mjög skilmerkilega sett fram allt þetta regluver, og fólk kynnis sér það. Vegna þess að það er gríðarlega öflugt,“ sagði Katrín Júlíusdóttir.Umræðan í heild sinni. Þátturinn allur. Mest lesið Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja segir skiljanlegt í ljósi sögunnar að almenningur hafi áhyggjur af eignarhaldi á íslenskum bönkum. Hins vegar búi Fjármálaeftirlitið yfir öflugum úrræðum og landsmenn þurfi á ákveðnum tímapunkti að byrja að treysta regluverkinu. Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, var meðal gesta Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Katrín var meðal annars spurð um kaup vogunarsjóða á tæplega 30 prósenta hlut í Arion banka. Hún sagði samtökin ekki hafa sérstaka skoðun á eignarhaldi á fjármálafyrirtækjum „En sem borgari í þessu landi og sem fyrrverandi Alþingismaður og allt það, þá finnst mér skipta mestu máli að við séum með regluverk sem sé í lagi. Það er að segja að við séum með regluverk sem að haldi það vel, að við þurfum ekki alltaf að hlaupa upp til handa og fóta þegar að hlutir skipta um eigendur,“ sagði Katrín. Hún sagði að frá hruni hefðu verið gerðar miklar breytingar á regluverkinu í kringum íslensk fjármálafyrirtæki. „Og það er orðið býsna gott og það hefur komið fram að það er meira að segja að mörgu leyti strangara en í Evrópu, en við erum líka búin að innleiða einhverjar 40 tilskipanir frá Evrópu um fjármálamarkaði. Hluti af því er til dæmis að Fjármálaeftirlitið er komið með geysilega öflug tæki til að grípa inn í.“ Nefndi Katrín meðal annars heimild Fjármálaeftirlitsins til að svipta eiganda í fjármálafyrirtæki atkvæðisrétt ef eftirlitið telur hann ekki hæfan. Þá sagði hún skiljanlegt í ljósi sögunnar að fólk hafi efasemdir um þá aðila sem nú hafa eignast hlut í Arion banka. „Ég mæli samt með því að fólk fari inn á Fme.is, og þar er mjög skilmerkilega sett fram allt þetta regluver, og fólk kynnis sér það. Vegna þess að það er gríðarlega öflugt,“ sagði Katrín Júlíusdóttir.Umræðan í heild sinni. Þátturinn allur.
Mest lesið Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira