Gæti tekið vikur að fylla Costco Haraldur Guðmundsson skrifar 17. júní 2017 07:00 Vöruúrval í Costco hefur minnkað síðustu vikur en enn er nóg til af Diet Pepsi. Vísir/Eyþór „Það mun gerast á næstu dögum eða vikum,“ segir Brett Vigelskas, verslunarstjóri Costco á Íslandi, aðspurður hvenær vöruúrval verslunarinnar í Kauptúni í Garðabæ verði aftur jafn mikið og það var fyrstu vikur eftir opnun. Brett segir fyrirtækið hafa tekið á móti gámum með vörum í vikunni og að von sé á fleiri sendingum á næstunni. „Við erum nú að taka á móti miklu af vörum og þá sérstaklega síðustu tvær nætur [aðfaranótt fimmtudags og föstudags]. Svo er miklu meira á leiðinni,“ sagði Brett áður en hann sagðist vera upptekinn allan daginn í gær og kvaddi blaðamann. Þegar ljósmyndara Fréttablaðsins bar að garði á fimmtudag voru fjölmargar hillur verslunarinnar tómar og ljóst að í mörgum vöruflokkum mátti finna færri vörutegundir en þegar verslunin var opnuð þann 23. maí. Sem dæmi má nefna að gostegundum og hreinlætisvörum á borð við klósettpappír hefur fækkað talsvert.Brett Vigelskas, verslunarstjóri Costco á Íslandi.Brett hefur bent á að eftirspurnin eftir vörum Costco hafi farið fram úr björtustu vonum og að búðir bandaríska verslunarrisans verði ekki jafn tómlegar undir venjulegum kringumstæðum. Eins og Fréttablaðið greindi frá í byrjun júní eru vísbendingar um að velta í Costco hafi verið meiri en velta Bónuss fyrstu daga eftir opnun verslunarinnar í Kauptúni. Samkvæmt upplýsingum sem byggja á kortaveltu var sala Costco á þeim tíma 32 prósent af heildarveltunni á dagvörumarkaði en markaðshlutdeild Bónuss var 28 prósent. Síðarnefnda fyrirtækið rekur 32 verslanir um allt land og þar af 20 á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt nýrri könnun MMR, sem framkvæmd var dagana 6. til 14. júní, hafa rúm 43 prósent Íslendinga farið í Costco. Um 95 prósent Sjálfstæðismanna hafa annaðhvort heimsótt verslunina eða hyggjast gera það við tækifæri. Þá eru þeir yngri og þeir sem búa á tekjuhærri heimilum líklegri en aðrir til að hafa heimsótt verslunina. Heldur fleiri konur en karlar höfðu farið í Costco og var hlutfallið 47 prósent hjá konum á móti 40 hjá hinu kyninu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Uppnám í Costco-hópnum eftir verðkönnun RÚV Verðkönnun RÚV fundið flest til foráttu. 13. júní 2017 10:19 Næstum helmingur þjóðarinnar farið í Costco Stuðningsfólk VG er ólíklegast til að hafa farið í Costco í Kauptúni. 16. júní 2017 10:38 Costco lækkar olíuverð enn meira Costco hefur lækkað verð á bensín og dísel á dælum sínum í Kauptúni í Garðabæ. 12. júní 2017 15:45 Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
„Það mun gerast á næstu dögum eða vikum,“ segir Brett Vigelskas, verslunarstjóri Costco á Íslandi, aðspurður hvenær vöruúrval verslunarinnar í Kauptúni í Garðabæ verði aftur jafn mikið og það var fyrstu vikur eftir opnun. Brett segir fyrirtækið hafa tekið á móti gámum með vörum í vikunni og að von sé á fleiri sendingum á næstunni. „Við erum nú að taka á móti miklu af vörum og þá sérstaklega síðustu tvær nætur [aðfaranótt fimmtudags og föstudags]. Svo er miklu meira á leiðinni,“ sagði Brett áður en hann sagðist vera upptekinn allan daginn í gær og kvaddi blaðamann. Þegar ljósmyndara Fréttablaðsins bar að garði á fimmtudag voru fjölmargar hillur verslunarinnar tómar og ljóst að í mörgum vöruflokkum mátti finna færri vörutegundir en þegar verslunin var opnuð þann 23. maí. Sem dæmi má nefna að gostegundum og hreinlætisvörum á borð við klósettpappír hefur fækkað talsvert.Brett Vigelskas, verslunarstjóri Costco á Íslandi.Brett hefur bent á að eftirspurnin eftir vörum Costco hafi farið fram úr björtustu vonum og að búðir bandaríska verslunarrisans verði ekki jafn tómlegar undir venjulegum kringumstæðum. Eins og Fréttablaðið greindi frá í byrjun júní eru vísbendingar um að velta í Costco hafi verið meiri en velta Bónuss fyrstu daga eftir opnun verslunarinnar í Kauptúni. Samkvæmt upplýsingum sem byggja á kortaveltu var sala Costco á þeim tíma 32 prósent af heildarveltunni á dagvörumarkaði en markaðshlutdeild Bónuss var 28 prósent. Síðarnefnda fyrirtækið rekur 32 verslanir um allt land og þar af 20 á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt nýrri könnun MMR, sem framkvæmd var dagana 6. til 14. júní, hafa rúm 43 prósent Íslendinga farið í Costco. Um 95 prósent Sjálfstæðismanna hafa annaðhvort heimsótt verslunina eða hyggjast gera það við tækifæri. Þá eru þeir yngri og þeir sem búa á tekjuhærri heimilum líklegri en aðrir til að hafa heimsótt verslunina. Heldur fleiri konur en karlar höfðu farið í Costco og var hlutfallið 47 prósent hjá konum á móti 40 hjá hinu kyninu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Uppnám í Costco-hópnum eftir verðkönnun RÚV Verðkönnun RÚV fundið flest til foráttu. 13. júní 2017 10:19 Næstum helmingur þjóðarinnar farið í Costco Stuðningsfólk VG er ólíklegast til að hafa farið í Costco í Kauptúni. 16. júní 2017 10:38 Costco lækkar olíuverð enn meira Costco hefur lækkað verð á bensín og dísel á dælum sínum í Kauptúni í Garðabæ. 12. júní 2017 15:45 Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Uppnám í Costco-hópnum eftir verðkönnun RÚV Verðkönnun RÚV fundið flest til foráttu. 13. júní 2017 10:19
Næstum helmingur þjóðarinnar farið í Costco Stuðningsfólk VG er ólíklegast til að hafa farið í Costco í Kauptúni. 16. júní 2017 10:38
Costco lækkar olíuverð enn meira Costco hefur lækkað verð á bensín og dísel á dælum sínum í Kauptúni í Garðabæ. 12. júní 2017 15:45