Gæti tekið vikur að fylla Costco Haraldur Guðmundsson skrifar 17. júní 2017 07:00 Vöruúrval í Costco hefur minnkað síðustu vikur en enn er nóg til af Diet Pepsi. Vísir/Eyþór „Það mun gerast á næstu dögum eða vikum,“ segir Brett Vigelskas, verslunarstjóri Costco á Íslandi, aðspurður hvenær vöruúrval verslunarinnar í Kauptúni í Garðabæ verði aftur jafn mikið og það var fyrstu vikur eftir opnun. Brett segir fyrirtækið hafa tekið á móti gámum með vörum í vikunni og að von sé á fleiri sendingum á næstunni. „Við erum nú að taka á móti miklu af vörum og þá sérstaklega síðustu tvær nætur [aðfaranótt fimmtudags og föstudags]. Svo er miklu meira á leiðinni,“ sagði Brett áður en hann sagðist vera upptekinn allan daginn í gær og kvaddi blaðamann. Þegar ljósmyndara Fréttablaðsins bar að garði á fimmtudag voru fjölmargar hillur verslunarinnar tómar og ljóst að í mörgum vöruflokkum mátti finna færri vörutegundir en þegar verslunin var opnuð þann 23. maí. Sem dæmi má nefna að gostegundum og hreinlætisvörum á borð við klósettpappír hefur fækkað talsvert.Brett Vigelskas, verslunarstjóri Costco á Íslandi.Brett hefur bent á að eftirspurnin eftir vörum Costco hafi farið fram úr björtustu vonum og að búðir bandaríska verslunarrisans verði ekki jafn tómlegar undir venjulegum kringumstæðum. Eins og Fréttablaðið greindi frá í byrjun júní eru vísbendingar um að velta í Costco hafi verið meiri en velta Bónuss fyrstu daga eftir opnun verslunarinnar í Kauptúni. Samkvæmt upplýsingum sem byggja á kortaveltu var sala Costco á þeim tíma 32 prósent af heildarveltunni á dagvörumarkaði en markaðshlutdeild Bónuss var 28 prósent. Síðarnefnda fyrirtækið rekur 32 verslanir um allt land og þar af 20 á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt nýrri könnun MMR, sem framkvæmd var dagana 6. til 14. júní, hafa rúm 43 prósent Íslendinga farið í Costco. Um 95 prósent Sjálfstæðismanna hafa annaðhvort heimsótt verslunina eða hyggjast gera það við tækifæri. Þá eru þeir yngri og þeir sem búa á tekjuhærri heimilum líklegri en aðrir til að hafa heimsótt verslunina. Heldur fleiri konur en karlar höfðu farið í Costco og var hlutfallið 47 prósent hjá konum á móti 40 hjá hinu kyninu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Uppnám í Costco-hópnum eftir verðkönnun RÚV Verðkönnun RÚV fundið flest til foráttu. 13. júní 2017 10:19 Næstum helmingur þjóðarinnar farið í Costco Stuðningsfólk VG er ólíklegast til að hafa farið í Costco í Kauptúni. 16. júní 2017 10:38 Costco lækkar olíuverð enn meira Costco hefur lækkað verð á bensín og dísel á dælum sínum í Kauptúni í Garðabæ. 12. júní 2017 15:45 Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
„Það mun gerast á næstu dögum eða vikum,“ segir Brett Vigelskas, verslunarstjóri Costco á Íslandi, aðspurður hvenær vöruúrval verslunarinnar í Kauptúni í Garðabæ verði aftur jafn mikið og það var fyrstu vikur eftir opnun. Brett segir fyrirtækið hafa tekið á móti gámum með vörum í vikunni og að von sé á fleiri sendingum á næstunni. „Við erum nú að taka á móti miklu af vörum og þá sérstaklega síðustu tvær nætur [aðfaranótt fimmtudags og föstudags]. Svo er miklu meira á leiðinni,“ sagði Brett áður en hann sagðist vera upptekinn allan daginn í gær og kvaddi blaðamann. Þegar ljósmyndara Fréttablaðsins bar að garði á fimmtudag voru fjölmargar hillur verslunarinnar tómar og ljóst að í mörgum vöruflokkum mátti finna færri vörutegundir en þegar verslunin var opnuð þann 23. maí. Sem dæmi má nefna að gostegundum og hreinlætisvörum á borð við klósettpappír hefur fækkað talsvert.Brett Vigelskas, verslunarstjóri Costco á Íslandi.Brett hefur bent á að eftirspurnin eftir vörum Costco hafi farið fram úr björtustu vonum og að búðir bandaríska verslunarrisans verði ekki jafn tómlegar undir venjulegum kringumstæðum. Eins og Fréttablaðið greindi frá í byrjun júní eru vísbendingar um að velta í Costco hafi verið meiri en velta Bónuss fyrstu daga eftir opnun verslunarinnar í Kauptúni. Samkvæmt upplýsingum sem byggja á kortaveltu var sala Costco á þeim tíma 32 prósent af heildarveltunni á dagvörumarkaði en markaðshlutdeild Bónuss var 28 prósent. Síðarnefnda fyrirtækið rekur 32 verslanir um allt land og þar af 20 á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt nýrri könnun MMR, sem framkvæmd var dagana 6. til 14. júní, hafa rúm 43 prósent Íslendinga farið í Costco. Um 95 prósent Sjálfstæðismanna hafa annaðhvort heimsótt verslunina eða hyggjast gera það við tækifæri. Þá eru þeir yngri og þeir sem búa á tekjuhærri heimilum líklegri en aðrir til að hafa heimsótt verslunina. Heldur fleiri konur en karlar höfðu farið í Costco og var hlutfallið 47 prósent hjá konum á móti 40 hjá hinu kyninu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Uppnám í Costco-hópnum eftir verðkönnun RÚV Verðkönnun RÚV fundið flest til foráttu. 13. júní 2017 10:19 Næstum helmingur þjóðarinnar farið í Costco Stuðningsfólk VG er ólíklegast til að hafa farið í Costco í Kauptúni. 16. júní 2017 10:38 Costco lækkar olíuverð enn meira Costco hefur lækkað verð á bensín og dísel á dælum sínum í Kauptúni í Garðabæ. 12. júní 2017 15:45 Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Uppnám í Costco-hópnum eftir verðkönnun RÚV Verðkönnun RÚV fundið flest til foráttu. 13. júní 2017 10:19
Næstum helmingur þjóðarinnar farið í Costco Stuðningsfólk VG er ólíklegast til að hafa farið í Costco í Kauptúni. 16. júní 2017 10:38
Costco lækkar olíuverð enn meira Costco hefur lækkað verð á bensín og dísel á dælum sínum í Kauptúni í Garðabæ. 12. júní 2017 15:45