Gæti tekið vikur að fylla Costco Haraldur Guðmundsson skrifar 17. júní 2017 07:00 Vöruúrval í Costco hefur minnkað síðustu vikur en enn er nóg til af Diet Pepsi. Vísir/Eyþór „Það mun gerast á næstu dögum eða vikum,“ segir Brett Vigelskas, verslunarstjóri Costco á Íslandi, aðspurður hvenær vöruúrval verslunarinnar í Kauptúni í Garðabæ verði aftur jafn mikið og það var fyrstu vikur eftir opnun. Brett segir fyrirtækið hafa tekið á móti gámum með vörum í vikunni og að von sé á fleiri sendingum á næstunni. „Við erum nú að taka á móti miklu af vörum og þá sérstaklega síðustu tvær nætur [aðfaranótt fimmtudags og föstudags]. Svo er miklu meira á leiðinni,“ sagði Brett áður en hann sagðist vera upptekinn allan daginn í gær og kvaddi blaðamann. Þegar ljósmyndara Fréttablaðsins bar að garði á fimmtudag voru fjölmargar hillur verslunarinnar tómar og ljóst að í mörgum vöruflokkum mátti finna færri vörutegundir en þegar verslunin var opnuð þann 23. maí. Sem dæmi má nefna að gostegundum og hreinlætisvörum á borð við klósettpappír hefur fækkað talsvert.Brett Vigelskas, verslunarstjóri Costco á Íslandi.Brett hefur bent á að eftirspurnin eftir vörum Costco hafi farið fram úr björtustu vonum og að búðir bandaríska verslunarrisans verði ekki jafn tómlegar undir venjulegum kringumstæðum. Eins og Fréttablaðið greindi frá í byrjun júní eru vísbendingar um að velta í Costco hafi verið meiri en velta Bónuss fyrstu daga eftir opnun verslunarinnar í Kauptúni. Samkvæmt upplýsingum sem byggja á kortaveltu var sala Costco á þeim tíma 32 prósent af heildarveltunni á dagvörumarkaði en markaðshlutdeild Bónuss var 28 prósent. Síðarnefnda fyrirtækið rekur 32 verslanir um allt land og þar af 20 á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt nýrri könnun MMR, sem framkvæmd var dagana 6. til 14. júní, hafa rúm 43 prósent Íslendinga farið í Costco. Um 95 prósent Sjálfstæðismanna hafa annaðhvort heimsótt verslunina eða hyggjast gera það við tækifæri. Þá eru þeir yngri og þeir sem búa á tekjuhærri heimilum líklegri en aðrir til að hafa heimsótt verslunina. Heldur fleiri konur en karlar höfðu farið í Costco og var hlutfallið 47 prósent hjá konum á móti 40 hjá hinu kyninu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Uppnám í Costco-hópnum eftir verðkönnun RÚV Verðkönnun RÚV fundið flest til foráttu. 13. júní 2017 10:19 Næstum helmingur þjóðarinnar farið í Costco Stuðningsfólk VG er ólíklegast til að hafa farið í Costco í Kauptúni. 16. júní 2017 10:38 Costco lækkar olíuverð enn meira Costco hefur lækkað verð á bensín og dísel á dælum sínum í Kauptúni í Garðabæ. 12. júní 2017 15:45 Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Sjá meira
„Það mun gerast á næstu dögum eða vikum,“ segir Brett Vigelskas, verslunarstjóri Costco á Íslandi, aðspurður hvenær vöruúrval verslunarinnar í Kauptúni í Garðabæ verði aftur jafn mikið og það var fyrstu vikur eftir opnun. Brett segir fyrirtækið hafa tekið á móti gámum með vörum í vikunni og að von sé á fleiri sendingum á næstunni. „Við erum nú að taka á móti miklu af vörum og þá sérstaklega síðustu tvær nætur [aðfaranótt fimmtudags og föstudags]. Svo er miklu meira á leiðinni,“ sagði Brett áður en hann sagðist vera upptekinn allan daginn í gær og kvaddi blaðamann. Þegar ljósmyndara Fréttablaðsins bar að garði á fimmtudag voru fjölmargar hillur verslunarinnar tómar og ljóst að í mörgum vöruflokkum mátti finna færri vörutegundir en þegar verslunin var opnuð þann 23. maí. Sem dæmi má nefna að gostegundum og hreinlætisvörum á borð við klósettpappír hefur fækkað talsvert.Brett Vigelskas, verslunarstjóri Costco á Íslandi.Brett hefur bent á að eftirspurnin eftir vörum Costco hafi farið fram úr björtustu vonum og að búðir bandaríska verslunarrisans verði ekki jafn tómlegar undir venjulegum kringumstæðum. Eins og Fréttablaðið greindi frá í byrjun júní eru vísbendingar um að velta í Costco hafi verið meiri en velta Bónuss fyrstu daga eftir opnun verslunarinnar í Kauptúni. Samkvæmt upplýsingum sem byggja á kortaveltu var sala Costco á þeim tíma 32 prósent af heildarveltunni á dagvörumarkaði en markaðshlutdeild Bónuss var 28 prósent. Síðarnefnda fyrirtækið rekur 32 verslanir um allt land og þar af 20 á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt nýrri könnun MMR, sem framkvæmd var dagana 6. til 14. júní, hafa rúm 43 prósent Íslendinga farið í Costco. Um 95 prósent Sjálfstæðismanna hafa annaðhvort heimsótt verslunina eða hyggjast gera það við tækifæri. Þá eru þeir yngri og þeir sem búa á tekjuhærri heimilum líklegri en aðrir til að hafa heimsótt verslunina. Heldur fleiri konur en karlar höfðu farið í Costco og var hlutfallið 47 prósent hjá konum á móti 40 hjá hinu kyninu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Uppnám í Costco-hópnum eftir verðkönnun RÚV Verðkönnun RÚV fundið flest til foráttu. 13. júní 2017 10:19 Næstum helmingur þjóðarinnar farið í Costco Stuðningsfólk VG er ólíklegast til að hafa farið í Costco í Kauptúni. 16. júní 2017 10:38 Costco lækkar olíuverð enn meira Costco hefur lækkað verð á bensín og dísel á dælum sínum í Kauptúni í Garðabæ. 12. júní 2017 15:45 Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Sjá meira
Uppnám í Costco-hópnum eftir verðkönnun RÚV Verðkönnun RÚV fundið flest til foráttu. 13. júní 2017 10:19
Næstum helmingur þjóðarinnar farið í Costco Stuðningsfólk VG er ólíklegast til að hafa farið í Costco í Kauptúni. 16. júní 2017 10:38
Costco lækkar olíuverð enn meira Costco hefur lækkað verð á bensín og dísel á dælum sínum í Kauptúni í Garðabæ. 12. júní 2017 15:45
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent