Píratar – Trump norðursins Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 6. maí 2017 07:00 Þegar Píratar komu fram á sjónarsviðið töldu einhverjir að þeir myndu bæta stjórnmálin á Íslandi. Nú er komin nokkur reynsla á pólitík Pírata og ljóst að þeir hafa ekki bætt stjórnmálin, en þeir eru vissulega að breyta þeim. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir er þingmaður Pírata. Í viðtali við Ríkisútvarpið í gær tjáði hún sig um fyrirhugaða sameiningu Tækniskóla Íslands og Fjölbrautaskólans við Ármúla. Það viðtal er einhvers konar samnefnari þess hvernig stjórnmálaflokkur Pírata er orðinn. Í viðtalinu ræddi Þórhildur ekki um hvort fyrirhuguð sameining væri líkleg til að styrkja iðn- og verknám í landinu, hvort sameinaður skóli væri líklegur til að veita nemendum meira val og þjónustu, hvort auka mætti hagkvæmni í rekstri o.s.frv. Nei, ekki aldeilis, nemendur, gæði náms og annað slíkt smálegt var víðs fjarri Píratanum. Gefum Þórhildi orðið: „Við höfum séð þetta áður og í rauninni líka hjá Viðreisn þar sem þau hafa innan sinna raða fyrrverandi menntamálaráðherra Sjálfstæðisflokksins (Þorgerði Katrínu) sem fór svipaða leið að sama marki við að koma á Tækniskólanum og tók svo sjálf sæti í stjórn Samtaka atvinnulífsins. Eftir það og maður spyr sig hvort að það sé verið að búa í haginn fyrir seinni tíma þegar starfstíma þessarar ríkisstjórnar lýkur.“ Þetta er með ólíkindum. Við virðumst vera að eignast einhverja séríslenska útgáfu af Trump. Engin rökræða, bara saka andstæðinginn um spillingu, sama hversu langsótt og fáránleg ásökunin er. Aðalmálið er að koma ásökuninni á framfæri. Það var hárrétt greining hjá norska stórblaðinu Verdens Gang þegar blaðið flokkaði Pírata á Íslandi í hóp lýðskrumaraflokka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Halldór 11.10.2025 Halldór Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun
Þegar Píratar komu fram á sjónarsviðið töldu einhverjir að þeir myndu bæta stjórnmálin á Íslandi. Nú er komin nokkur reynsla á pólitík Pírata og ljóst að þeir hafa ekki bætt stjórnmálin, en þeir eru vissulega að breyta þeim. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir er þingmaður Pírata. Í viðtali við Ríkisútvarpið í gær tjáði hún sig um fyrirhugaða sameiningu Tækniskóla Íslands og Fjölbrautaskólans við Ármúla. Það viðtal er einhvers konar samnefnari þess hvernig stjórnmálaflokkur Pírata er orðinn. Í viðtalinu ræddi Þórhildur ekki um hvort fyrirhuguð sameining væri líkleg til að styrkja iðn- og verknám í landinu, hvort sameinaður skóli væri líklegur til að veita nemendum meira val og þjónustu, hvort auka mætti hagkvæmni í rekstri o.s.frv. Nei, ekki aldeilis, nemendur, gæði náms og annað slíkt smálegt var víðs fjarri Píratanum. Gefum Þórhildi orðið: „Við höfum séð þetta áður og í rauninni líka hjá Viðreisn þar sem þau hafa innan sinna raða fyrrverandi menntamálaráðherra Sjálfstæðisflokksins (Þorgerði Katrínu) sem fór svipaða leið að sama marki við að koma á Tækniskólanum og tók svo sjálf sæti í stjórn Samtaka atvinnulífsins. Eftir það og maður spyr sig hvort að það sé verið að búa í haginn fyrir seinni tíma þegar starfstíma þessarar ríkisstjórnar lýkur.“ Þetta er með ólíkindum. Við virðumst vera að eignast einhverja séríslenska útgáfu af Trump. Engin rökræða, bara saka andstæðinginn um spillingu, sama hversu langsótt og fáránleg ásökunin er. Aðalmálið er að koma ásökuninni á framfæri. Það var hárrétt greining hjá norska stórblaðinu Verdens Gang þegar blaðið flokkaði Pírata á Íslandi í hóp lýðskrumaraflokka.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun