Viðskipti innlent

Fresta sölu Landsbankans vegna kosninga í haust

Bjarki Ármannsson skrifar
Ríkissjóður á nú 98 prósenta eignarhlut í Landsbankanum en samkvæmt fjárlögum ársins er heimild fyrir sölu á allt að þrjátíu prósenta hlut á þessu ári.
Ríkissjóður á nú 98 prósenta eignarhlut í Landsbankanum en samkvæmt fjárlögum ársins er heimild fyrir sölu á allt að þrjátíu prósenta hlut á þessu ári. Vísir/Valli
Fyrirhugað söluferli á eignarhlutum ríkisins í Landsbankanum verður endurskoðað af Bankasýslu ríkisins í samráði við stjórnvöld og Alþingi. Í tilkynningu frá Bankasýslunni segir að breytingar hafi orðið á aðstæðum frá því að óskað var eftir mögulegum ráðgjöfum við söluna, og er þar átt við að Alþingiskosningum verður flýtt.

„Telur stofnunin því rétt að fresta um ótilgreindan tíma ákvörðun um ráðningu ráðgjafa vegna söluferlisins,“ segir í tilkynningunni. Bankasýslan segir ljóst að söluferlið verði ekki eins og lagt var upp með í byrjun.

Ríkissjóður á nú 98 prósenta eignarhlut í Landsbankanum en samkvæmt fjárlögum ársins er heimild fyrir sölu á allt að þrjátíu prósenta hlut á þessu ári.


Tengdar fréttir

Landsbankinn ekki seldur á næstu mánuðum

"Ég er mjög sáttur við að Bankasýslan bregðist við erindi mínu með þessum hætti. Þeir hafa tekið undir það að þetta mál hefur valdið bankanum vissu tjóni,‟ segir Bjarni Benediktsson,






Fleiri fréttir

Sjá meira


×