Rannsókn á Lindsor-málinu enn opin í tveimur löndum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 19. febrúar 2017 19:00 Þrír rannsakendur frá Lúxemborg yfirheyrðu menn á Íslandi í desember síðastliðnum í tengslum við rannsókn á lánveitingu Kaupþings til félagsins Lindsor Holding í miðju bankahruni haustið 2008. Lánveitingin til Lindsor er til rannsóknar bæði hér á landi og í Lúxemborg en héraðssaksóknari hefur sett málið í bið á meðan niðurstaða fæst í rannsóknina ytra. Þann sjötta október árið 2008 lánaði Kaupþing félaginu Lindsor Holding Corporation 171 milljón evra. Þetta gerðist sama dag og bankinn fékk stóran hluta neyðarfjár íslenska ríkisins að láni hjá Seðlabanka Íslands og sama dag og neyðarlögin voru sett. Þremur dögum síðar var Kaupþing banki fallinn. Þessi lánveiting hefur nú verið til rannsóknar hjá yfirvöldum á Íslandi og Lúxemborg í rúm átta ár vegna gruns um umboðssvik. Fyrrverandi stjórnendur Kaupþingss banka og vildarviðskiptavinur bankans eru grunaðir í málinu en hafa ávallt neitað sök og sagt málið snúast um endurkaup á skuldabréfum. Í Kjarnanum var greint frá því að rannsakendur frá Lúxemborg hafi komið til Íslands í desember síðastliðnum og yfirheyrt Íslendinga sem tengjast málinu. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir í samtali við fréttastofu að yfirvöld á Íslandi og Lúxemborg hafi verið í samskiptum og samstarfi við rannsókn málsins frá árinu 2009. Íslensk yfirvöld hafi rannsakað málið í Lúxemborg, fengið gögn og leitað eftir aðstoð þarlendra yfirvalda. Nú sé því öfugt farið og embætti héraðssaksóknari hafi aðstoðað lögregluyfirvöld í Lúxemborg við rannsókn eftir að lögð var fram réttarbeiðni þess efnis. Bæði Ísland og Lúxemborg eru aðilar að Evrópusamningi um gagnkvæma aðstoð í sakamálum og réttarbeiðni um aðstoð er lögð fram á grundvelli heimildar í þeim samningi. Ólafur Þór gat ekki gefið frekari upplýsingar um aðgerðina í desember sem var alfarið á vegum yfirvalda í Lúxemborg. Hann sagði rannsókn embættis héraðssaksóknara á Lindsor-málinu vera í bið á meðan niðurstaða fæst í rannsóknina í Lúxemborg. Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira
Þrír rannsakendur frá Lúxemborg yfirheyrðu menn á Íslandi í desember síðastliðnum í tengslum við rannsókn á lánveitingu Kaupþings til félagsins Lindsor Holding í miðju bankahruni haustið 2008. Lánveitingin til Lindsor er til rannsóknar bæði hér á landi og í Lúxemborg en héraðssaksóknari hefur sett málið í bið á meðan niðurstaða fæst í rannsóknina ytra. Þann sjötta október árið 2008 lánaði Kaupþing félaginu Lindsor Holding Corporation 171 milljón evra. Þetta gerðist sama dag og bankinn fékk stóran hluta neyðarfjár íslenska ríkisins að láni hjá Seðlabanka Íslands og sama dag og neyðarlögin voru sett. Þremur dögum síðar var Kaupþing banki fallinn. Þessi lánveiting hefur nú verið til rannsóknar hjá yfirvöldum á Íslandi og Lúxemborg í rúm átta ár vegna gruns um umboðssvik. Fyrrverandi stjórnendur Kaupþingss banka og vildarviðskiptavinur bankans eru grunaðir í málinu en hafa ávallt neitað sök og sagt málið snúast um endurkaup á skuldabréfum. Í Kjarnanum var greint frá því að rannsakendur frá Lúxemborg hafi komið til Íslands í desember síðastliðnum og yfirheyrt Íslendinga sem tengjast málinu. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir í samtali við fréttastofu að yfirvöld á Íslandi og Lúxemborg hafi verið í samskiptum og samstarfi við rannsókn málsins frá árinu 2009. Íslensk yfirvöld hafi rannsakað málið í Lúxemborg, fengið gögn og leitað eftir aðstoð þarlendra yfirvalda. Nú sé því öfugt farið og embætti héraðssaksóknari hafi aðstoðað lögregluyfirvöld í Lúxemborg við rannsókn eftir að lögð var fram réttarbeiðni þess efnis. Bæði Ísland og Lúxemborg eru aðilar að Evrópusamningi um gagnkvæma aðstoð í sakamálum og réttarbeiðni um aðstoð er lögð fram á grundvelli heimildar í þeim samningi. Ólafur Þór gat ekki gefið frekari upplýsingar um aðgerðina í desember sem var alfarið á vegum yfirvalda í Lúxemborg. Hann sagði rannsókn embættis héraðssaksóknara á Lindsor-málinu vera í bið á meðan niðurstaða fæst í rannsóknina í Lúxemborg.
Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira