Viðskipti innlent

Þrír nýir hlut­hafar hjá LEX lög­manns­stofu

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Lára Herborg Ólafsdóttir (t.v.), Fanney Frímannsdóttir (f.m.) og Birgir Már Björnsson (t.h.) eru nýir hluthafar í lögmannsstofunni LEX.
Lára Herborg Ólafsdóttir (t.v.), Fanney Frímannsdóttir (f.m.) og Birgir Már Björnsson (t.h.) eru nýir hluthafar í lögmannsstofunni LEX. samsett

Þrír nýir hluthafar hafa gengið til liðs við hluthafahóp LEX en það eru þau Birgir Már Björnsson, Fanney Frímannsdóttir og Lára Herborg Ólafsdóttir. Þetta var samþykkt á aðalfundi LEX síðastliðinn föstudag og kemur fram í tilkynningu á heimasíðu lögmannsstofunnar.

Birgir Már er lögmaður og hefur hann leyfi til málflutnings fyrir héraðsdómi, Landsrétti og Hæstarétti. Hann hefur starfað á LEX frá 2011 og þar áður starfaði hann í tvö ár hjá lögmannsstofnunum Acta og Megin. Í tilkynningunni kemur fram að Birgir hafi í störfum sínum hjá LEX lagt megináherslu á úrræði tengd greiðsluerfiðleikum auk eignaréttar, félagaréttar og höfundaréttar.

Fanney Frímannsdóttir hóf störf hjá LEX í nóvember 2011 en hafði þar áður starfað í tvö ár hjá Kaupþingi og hefur hún leyfi til málflutnings fyrir héraðsdómi. Fanney hefur lagt megináherslu á félaga- og fjármálarétt í störfum sínum hjá lögmannsstofunni en hefur sérstaklega sinnt verkefnum sem felast í ráðgjöf fyrir stærri fyrirtæki, banka og fjármálafyrirtækja.

Lára Herborg hóf störf hjá LEX í febrúar 2019 og hefur hún málflutningsrétt fyrir héraðsdómstólum. Vorið 2018 lauk hún LL.M. gráðu í tæknirétti frá háskólanum UC Berkley í Bandaríkjunum og starfaði um skeið hjá alþjóðlegri lögmannsstofu í Lúxemborg þar sem hún sinnti tækni- og hugverkaréttarmálum, þar með talið á sviði fjártækni og persónuverndar.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×