Viðskipti innlent

Þrír nýir hlut­hafar hjá LEX lög­manns­stofu

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Lára Herborg Ólafsdóttir (t.v.), Fanney Frímannsdóttir (f.m.) og Birgir Már Björnsson (t.h.) eru nýir hluthafar í lögmannsstofunni LEX.
Lára Herborg Ólafsdóttir (t.v.), Fanney Frímannsdóttir (f.m.) og Birgir Már Björnsson (t.h.) eru nýir hluthafar í lögmannsstofunni LEX. samsett

Þrír nýir hluthafar hafa gengið til liðs við hluthafahóp LEX en það eru þau Birgir Már Björnsson, Fanney Frímannsdóttir og Lára Herborg Ólafsdóttir. Þetta var samþykkt á aðalfundi LEX síðastliðinn föstudag og kemur fram í tilkynningu á heimasíðu lögmannsstofunnar.

Birgir Már er lögmaður og hefur hann leyfi til málflutnings fyrir héraðsdómi, Landsrétti og Hæstarétti. Hann hefur starfað á LEX frá 2011 og þar áður starfaði hann í tvö ár hjá lögmannsstofnunum Acta og Megin. Í tilkynningunni kemur fram að Birgir hafi í störfum sínum hjá LEX lagt megináherslu á úrræði tengd greiðsluerfiðleikum auk eignaréttar, félagaréttar og höfundaréttar.

Fanney Frímannsdóttir hóf störf hjá LEX í nóvember 2011 en hafði þar áður starfað í tvö ár hjá Kaupþingi og hefur hún leyfi til málflutnings fyrir héraðsdómi. Fanney hefur lagt megináherslu á félaga- og fjármálarétt í störfum sínum hjá lögmannsstofunni en hefur sérstaklega sinnt verkefnum sem felast í ráðgjöf fyrir stærri fyrirtæki, banka og fjármálafyrirtækja.

Lára Herborg hóf störf hjá LEX í febrúar 2019 og hefur hún málflutningsrétt fyrir héraðsdómstólum. Vorið 2018 lauk hún LL.M. gráðu í tæknirétti frá háskólanum UC Berkley í Bandaríkjunum og starfaði um skeið hjá alþjóðlegri lögmannsstofu í Lúxemborg þar sem hún sinnti tækni- og hugverkaréttarmálum, þar með talið á sviði fjártækni og persónuverndar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
8,1
91
24.452
SYN
3,17
9
16.851
VIS
3,02
7
146.818
TM
1,89
6
123.604
SKEL
1,22
1
2.905

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HAGA
-1,8
4
118.224
BRIM
-1,48
2
20.000
ORIGO
-0,74
3
14.404
ARION
-0,51
11
136.023
MAREL
-0,42
30
435.873
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.