IKEA lokað um óákveðinn tíma vegna kórónuveirunnar Eiður Þór Árnason skrifar 23. mars 2020 19:05 Ekki verður mikið um heimsóknir í IKEA á næstunni. Vísir/HANNa Verslun IKEA í Garðabæ verður lokað í kvöld og mun hún ekki opna aftur fyrr en aðstæður leyfa annað. Hert samkomubann tekur gildi nú á miðnætti en það felur í meginatriðum í sér bann við því að fleiri en tuttugu manns komi saman í einu rými. Með þessu vilja forsvarsmenn IKEA fara að tilmælum yfirvalda og með því tryggja öryggi starfsfólks og viðskiptavina. Að sögn Guðnýjar Camillu Aradóttur, sem er yfir samskiptamálum hjá fyrirtækinu, höfðu stjórnendur IKEA hér á landi reynt að hugsa fram í tímann og miðaðist möguleg lokun verslunarinnar alltaf við þá fjöldatakmörkun sem stjórnvöld myndu leggja á. „Miðað við þetta marga þá gengur þetta bara ekki upp að verslunina opna og að sjálfsögðu ekki veitingastaðinn, þannig að þessi ákvörðun lá beint fyrir miðað við fréttir gærdagsins.“ Gripið var til sérstakra ráðstafanna eftir að fyrra samkomubannið tók gildi sem miðaðist við hundrað manns og tókst IKEA að halda stórverslun sinni opinni. Þá var rýminu skipt niður í sex svæði, talið inn í verslunina og viðskiptavinir beðnir um að virða tveggja metra regluna í hvívetna. Ljóst er að slíkar aðgerðir myndu ekki duga til að framfylgja hertum fjöldatakmörkunum. Enn verður hægt að sækja vörur sem pantaðar eru í netverslun fyrirtækisins, að sögn Guðnýjar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) IKEA Garðabær Samkomubann á Íslandi Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Sjá meira
Verslun IKEA í Garðabæ verður lokað í kvöld og mun hún ekki opna aftur fyrr en aðstæður leyfa annað. Hert samkomubann tekur gildi nú á miðnætti en það felur í meginatriðum í sér bann við því að fleiri en tuttugu manns komi saman í einu rými. Með þessu vilja forsvarsmenn IKEA fara að tilmælum yfirvalda og með því tryggja öryggi starfsfólks og viðskiptavina. Að sögn Guðnýjar Camillu Aradóttur, sem er yfir samskiptamálum hjá fyrirtækinu, höfðu stjórnendur IKEA hér á landi reynt að hugsa fram í tímann og miðaðist möguleg lokun verslunarinnar alltaf við þá fjöldatakmörkun sem stjórnvöld myndu leggja á. „Miðað við þetta marga þá gengur þetta bara ekki upp að verslunina opna og að sjálfsögðu ekki veitingastaðinn, þannig að þessi ákvörðun lá beint fyrir miðað við fréttir gærdagsins.“ Gripið var til sérstakra ráðstafanna eftir að fyrra samkomubannið tók gildi sem miðaðist við hundrað manns og tókst IKEA að halda stórverslun sinni opinni. Þá var rýminu skipt niður í sex svæði, talið inn í verslunina og viðskiptavinir beðnir um að virða tveggja metra regluna í hvívetna. Ljóst er að slíkar aðgerðir myndu ekki duga til að framfylgja hertum fjöldatakmörkunum. Enn verður hægt að sækja vörur sem pantaðar eru í netverslun fyrirtækisins, að sögn Guðnýjar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) IKEA Garðabær Samkomubann á Íslandi Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Sjá meira