Kiel fyrsta liðið til að leggja Barcelona í fimmtán mánuði Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. desember 2020 16:31 Aron Pálmarsson og félagar í Barcelona máttu þola sitt fyrsta tap í 15 mánuði í gærkvöld. EPA-EFE/MARTIN ZIEMER Kiel og Barcelona mættust í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í handbolta í gærkvöld. Fór það svo að Kiel hafði betur gegn Aroni Pálmarssyni og félögum í Barcelona. Var það fyrsta tap Börsunga í meira en ár. Leikur gærdagsins var í raun úrslitaleikur síðustu leiktíðar. Illa gekk að koma útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar í gang vegna frestanna sökum kórónufaraldursins. Því var brugðið á það ráð að tvö efstu liðin úr sitt hvorum riðlinum færu saman í undanúrslit [e. Final four]. Barcelona lagði Paris Saint-Germain í undanúrslitum á meðan Kiel lagði Veszprém. Barcelona mætti því Kiel í úrslitum í Lanxess-höllinni í Köln í Þýskalandi. Þar höfðu báðir undanúrslitaleikirnir einnig farið fram. Úrslitaleiknum lauk með fimm marka sigri Kiel, 33-28. Var þetta fjórði sigur Kiel í Meistaradeildinni en sá fyrsti frá árinu 2012. Aron skoraði eitt mark í leiknum ásamt því að leggja upp önnur fimm. They were the first team to lift the 'arm' trophy and now they're the last - it's @thw_handball! #ehffinal4 #ehfcl pic.twitter.com/IJ8URet4Ts— EHF Champions League (@ehfcl) December 29, 2020 Þjóðverjarnir voru mun betri aðilinn nær allan leikinn og áttu sigurinn skilið. Voru þeir fyrsta liðið til að leggja Börsunga af velli síðan Aron og félagar töpuðu gegn Pick Szeged í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í september á síðasta ári. Alls eru því liðnir tæpir 15 mánuðir síðan Barcelona tapaði síðast leik en liðið tapar einfaldlega ekki leik í spænsku úrvalsdeildinni. Var það eina tap Börsunga í riðlakeppni Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð. Alls unnu þeir 13 af þeim 14 leikjum sem þeir spiluðu. Til samanburðar vann Kiel aðeins níu, gerði tvö jafntefli og tapaði þremur í B-riðli. Barcelona hefur leikið átta leiki í Meistaradeildinni á þessari leiktíð og unnið þá alla. Kiel er á sama tíma í 5. sæti sama riðils með þrjá sigra, tvö jafntefli og fimm töp eftir átta leiki. Ef Börsungar fara aftur 15 mánuði án þess að tapa er ljóst að þeir vinna Meistaradeildina en úrslitaleikur núverandi tímabils fer fram í júní 2021. Handbolti Tengdar fréttir Aron þurfti að sætta sig við silfur Aron Pálmarsson og samherjar hans í Barcelona töpuðu í kvöld úrslitaleiknum í Meistaradeild Evrópu í handbolta, 33-28, er Kiel hafði betur gegn Börsungum. 29. desember 2020 21:09 PSG tók bronsið PSG náði bronsinu í Meistaradeild Evrópu í handbolta tímabilið 2019/2020 eftir fimm marka sigur á Veszprém, 31-26, í leiknum um þriðja sætið. 29. desember 2020 18:41 Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Sjá meira
Leikur gærdagsins var í raun úrslitaleikur síðustu leiktíðar. Illa gekk að koma útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar í gang vegna frestanna sökum kórónufaraldursins. Því var brugðið á það ráð að tvö efstu liðin úr sitt hvorum riðlinum færu saman í undanúrslit [e. Final four]. Barcelona lagði Paris Saint-Germain í undanúrslitum á meðan Kiel lagði Veszprém. Barcelona mætti því Kiel í úrslitum í Lanxess-höllinni í Köln í Þýskalandi. Þar höfðu báðir undanúrslitaleikirnir einnig farið fram. Úrslitaleiknum lauk með fimm marka sigri Kiel, 33-28. Var þetta fjórði sigur Kiel í Meistaradeildinni en sá fyrsti frá árinu 2012. Aron skoraði eitt mark í leiknum ásamt því að leggja upp önnur fimm. They were the first team to lift the 'arm' trophy and now they're the last - it's @thw_handball! #ehffinal4 #ehfcl pic.twitter.com/IJ8URet4Ts— EHF Champions League (@ehfcl) December 29, 2020 Þjóðverjarnir voru mun betri aðilinn nær allan leikinn og áttu sigurinn skilið. Voru þeir fyrsta liðið til að leggja Börsunga af velli síðan Aron og félagar töpuðu gegn Pick Szeged í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í september á síðasta ári. Alls eru því liðnir tæpir 15 mánuðir síðan Barcelona tapaði síðast leik en liðið tapar einfaldlega ekki leik í spænsku úrvalsdeildinni. Var það eina tap Börsunga í riðlakeppni Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð. Alls unnu þeir 13 af þeim 14 leikjum sem þeir spiluðu. Til samanburðar vann Kiel aðeins níu, gerði tvö jafntefli og tapaði þremur í B-riðli. Barcelona hefur leikið átta leiki í Meistaradeildinni á þessari leiktíð og unnið þá alla. Kiel er á sama tíma í 5. sæti sama riðils með þrjá sigra, tvö jafntefli og fimm töp eftir átta leiki. Ef Börsungar fara aftur 15 mánuði án þess að tapa er ljóst að þeir vinna Meistaradeildina en úrslitaleikur núverandi tímabils fer fram í júní 2021.
Handbolti Tengdar fréttir Aron þurfti að sætta sig við silfur Aron Pálmarsson og samherjar hans í Barcelona töpuðu í kvöld úrslitaleiknum í Meistaradeild Evrópu í handbolta, 33-28, er Kiel hafði betur gegn Börsungum. 29. desember 2020 21:09 PSG tók bronsið PSG náði bronsinu í Meistaradeild Evrópu í handbolta tímabilið 2019/2020 eftir fimm marka sigur á Veszprém, 31-26, í leiknum um þriðja sætið. 29. desember 2020 18:41 Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Sjá meira
Aron þurfti að sætta sig við silfur Aron Pálmarsson og samherjar hans í Barcelona töpuðu í kvöld úrslitaleiknum í Meistaradeild Evrópu í handbolta, 33-28, er Kiel hafði betur gegn Börsungum. 29. desember 2020 21:09
PSG tók bronsið PSG náði bronsinu í Meistaradeild Evrópu í handbolta tímabilið 2019/2020 eftir fimm marka sigur á Veszprém, 31-26, í leiknum um þriðja sætið. 29. desember 2020 18:41