Golf

Tryggði sér rúmar 140 milljónir í Flórída í gær

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ko Jin-young tekur sjálfu með bikarinn í gær.
Ko Jin-young tekur sjálfu með bikarinn í gær. Michael Reaves/Getty Images

Ko Jin-young stóð uppi sem sigurvegari á síðasta móti ársins á LPGA túrnum er er CME Group meistaramótið kláraðist í Flórída í gær.

Hin 25 ára gamla Ko Jin-young var að vinna sitt átjánda mót á atvinnumannaferlinum en hún vann meðal annars ANA Inspiration mótið á síðasta ári og lenti í 2. sæti á Opna breska fyrr á árinu.

Hún spilaði frábært golf í Flórída. Hún spilaði hringina fjóra á samtals átján höggum undir pari en á lokahringnum í gær fékk hún alls sjö fugla og einungis einn skolla.

Lék hún lokahringinn því á sex höggum undir pari og vann með miklum yfirburðum en hin ástralska, Hannah Green, og samlanda Ko Jin-young, Sei Young Kim, voru á þrettán höggum undir pari, fimm höggum á eftir Ko.

Ko Jin-young fær ekki bara bikarinn með sér heim yfir hátíðirnar því hún tryggði sér einnig verðlaunafé sem hljóðar upp á 1,1 milljónir dollara. Það samsvarar rúmlega 142 milljónum króna.


Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×