Viðskipti innlent

Vig­dís Eva stað­gengill for­stjóra Per­sónu­verndar

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Vigdís Eva staðgengill forstjóra Persónuverndar.
Vigdís Eva staðgengill forstjóra Persónuverndar. persónuvernd

Frá og með 11. desember síðastliðnum er Vigdís Eva Líndal staðgengill forstjóra Persónuverndar. Vigdís Eva er þegar sviðsstjóri erlends samstarfs og fræðslu hjá persónuvernd.

Vigdís lauk meistaraprófi frá lagadeild Háskóla Íslands 2009 og starfaði hún sem lögfræðingur á árunum 2008 til 2010 hjá iðnaðarráðuneytinu.

Síðan þá hefur Vigdís starfað hjá Persónuvernd en árið 2016 varð hún verkefnastjóri EES-mála hjá stofnuninni, skrifstofustjóri upplýsingaöryggis frá 2018 og frá árinu 2019 hefur hún gengt stöðu sviðsstjóra erlends samstarfs og fræðslu.

Vigdís sækir fundi fyrir hönd Persónuverndar hjá Evrópska persónuverndarráðinu, EDPB, og er hún aðalfulltrúi stofnunarinnar í Netöryggisráði. Þá hefur hún tekið þátt í margvíslegu innlendu og erlendu samstarfi á sviði persónuverndar.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×