Handbolti

Ís­lendinga­liðin með góða sigra í Evrópu­deildinni

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ólafur Andrés var frábær í kvöld.
Ólafur Andrés var frábær í kvöld. Christoffer Borg Mattisson/BILDBYRÅN

Íslendingalið Magdeburg og Kristianstad unnu bæði góða sigra í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Landsliðsmennirnir Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ólafur Andrés Guðmundsson áttu góða leiki fyrir lið sín í kvöld.

Gísli Þorgeir átti frábæran leik í kvöld er Magdeburg vann fimm marka sigur á Nexe frá Króatíu á heimavelli sínum, lokatölur leiksins 28-23. Skoraði Gísli Þorgeir sex mörk í kvöld en Ómar Ingi Magnússon komst ekki á blað hjá þýska liðinu í kvöld.

Þegar fimm leikjum er lokið í C-riðli er Magdeburg með átta stig og situr í 2. sæti riðilsins.

Ólafur Andrés var markahæstur í liði Kristianstad ásamt Adam Nyfjäll er liðið vann góðan fimm marka útisigur á Tatran Presov frá Slóvakíu í kvöld, lokatölur 27-22 Kristianstad í vil.

Ólafur Andrés skoraði fimm mörk, líkt og Adam Nyfjäll í kvöld. Teitur Örn Einarsson skoraði eitt mark í liði Kristianstad.

Sænska félagið situr nú á toppi B-riðils með átta stig að loknum sex leikjum. Füchse Berlín er þar fyrir neðan með sjö stig en þýska liðið á tvo leiki til góða sem stendur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×