Viðskipti innlent

Grillhúsinu skellt í lás eftir tæpa þrjá áratugi

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Grillhúsið við Tryggvagötu.
Grillhúsið við Tryggvagötu. SKjáskot/Ja.is

Veitingastaðnum Grillhúsinu á Tryggvagötu, sem staðið hefur við götuna í hartnær þrjá áratugi, hefur verið lokað. Þetta staðfestir Þórður Bachmann eigandi Grillhússins í samtali við Fréttablaðið í dag.

Þórður segir við blaðið að veitingarekstur í miðbænum hafi ekki verið arðbær. Áhrif kórónuveirufaraldursins á reksturinn hafi verið alvarleg og eigendur ekki séð sér fært að þrauka þangað til faraldurinn væri yfirstaðinn. Erlendir ferðamenn hefðu verið stór hluti viðskiptavina staðarins.

Önnur útibú Grillhússins, á Sprengisandi í Reykjavík og í Borgarnesi, verða áfram opin og segir Þórður að rekstur þeirra gangi vel.

Grillhúsið opnaði við Tryggvagötu árið 1991, þá undir nafninu Grillhús Guðmundar, og hefur staðurinn því verið rekinn við götuna í nær þrjátíu ár.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
5,03
121
394.913
EIM
1,72
19
347.571
LEQ
1,6
1
148
MAREL
1,06
34
592.189
HAGA
0,52
7
181.157

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICESEA
-0,82
7
18.388
KVIKA
-0,57
12
232.433
BRIM
-0,54
7
62.836
SKEL
-0,5
1
495
VIS
-0,35
7
47.982
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.