Viðskipti innlent

Vísuðu 2.500 manns frá eftir að ákvörðun ráðherra lá fyrir

Birgir Olgeirsson skrifar
Veitingastaðurinn Jómfrúin.
Veitingastaðurinn Jómfrúin. Vísir/Vilhelm

Veitingamenn höfðu margir gert sér vonir um að geta tekið fleiri viðskiptavini inn á staði sína í aðdraganda jólanna. Eftir að heilbrigðisráðherra kynnti ákvörðun sína fyrr í dag að svo verður ekki er ljóst að áhrifin á rekstur þeirra verða talsverð.

Veitingamenn höfðu margir gert sér vonir um að geta tekið fleiri viðskiptavini inn á staði sína í aðdraganda jólanna. Eftir að heilbrigðisráðherra kynnti ákvörðun sína fyrr í dag að svo verður ekki er ljóst að áhrifin á rekstur þeirra verða talsverð. Sér í lagi hjá veitingastaðnum Jómfrúnni þar sem hefur þurft að vísa hátt í 2.500 manns frá eftir að ákvörðun ráðherra lá fyrir.

Þetta segir Brynjólfur Óli Árnason, veitingastjóri Jómfrúarinnar, í samtali við Vísi. 

„Þegar það kom í ljós að aðgerðir sóttvarna yrðu framlengdar um 7 daga, þurftum við að stökkva til og aflýsa borðabókunum og vísa hátt í 2.500 manns frá. Þar sem að við höfum alltaf veitt persónulega þjónustu og þekkjum til flest allra okkar gesta, þá gripum við til þess ráðs að notast við sms skilaboð, í stað símhringinga, til þeirra sem skráðir eru fyrir bókununum og komast þannig yfir þennan fjölda. Ég held að meðal úthringi símaver komist ekki yfir þetta magn á svo stuttum tíma,"segir Brynólfur.

Hann segir áhrifin gríðarleg fyrir veitingastaðinn. 

„Um það bil 360 gestir eru bókaðir hjá okkur dag hvern fram að jólum, eins og verið hefur síðustu ár, svo það þarf engan stærðfræðing til að sjá hver áhrifin eru."





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×