Viðskipti innlent

35 sagt upp í hóp­upp­sögn innan fjár­mála­geirans

Atli Ísleifsson skrifar
Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnun
Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnun Vísir/Egill

Ein hópuppsögn kom inn á borð Vinnumálastofnunar í gærkvöldi eða í morgun. Var þar um að ræða uppsögn sem nær til 35 manns sem starfa hjá fyrirtæki í fjármálageiranum.

Þetta staðfestir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, í samtali við Vísi.

Hún segir ekki útilokað að fleiri tilkynningar um hópuppsagnir muni berast stofnuninni fyrir mánaðarmót, annað hvort síðar í dag eða þá á mánudaginn sem er síðasti dagur mánaðar.

Um er að ræða fyrstu hópuppsögnina sem kemur inn á borð stofnunarinnar í mánuðinum.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×